Alma leigufélag setur eldri borgara og hreyfihamlaðan son hans á götuna

frettinInnlent5 Comments

Alma leigufélag framkvæmdi í morgun með aðstoð sýslumanns og lögreglu útburð á áttræðum manni og syni hans sem er hreyfihamlaður og þarf að notast við hjólastól eftir umferðarslys.

Þegar blaðamaður mætti á staðinn um kl. 10 í morgun voru um átta erlendir verkamenn á vegum Alma leigufélags mættir til að tæma íbúðina.

Málavextir eru þeir að Ólafur Snævar Ögmundsson leigutaki fékk íbúðina á leigu fyrir um þremur árum síðan. Hann hafði skellt sér í heimsókn til sonar síns sem þá bjó á Spáni, en veiktist svo harkalega í ferðinni, sem varð til þess að hann varð að leggjast inn á spítala í um þrjár vikur og þurfti einnig að greiða sjúkrahúskostnað á Spáni.

Vegna veikindanna náði Ólafur ekki að greiða leigu í tvo mánuði og fékk því innheimtubréf. Ólafur leitaði þá til umboðsmanns skuldara sem gekk í málið fyrir hann, og hafði umboðsmaðurinn í kjölfarið samband við Alma leigufélag, og tjáði þeim að skuldin yrði greidd að fullu.

Ólafur Snævar Ögmundsson

Samkvæmt Ólafi þá breytti það engu, þrátt fyrir að Alma hafi fengið loforð um að skuldin yrði greidd, þá ákvað félagið þrátt fyrir það að senda Ólafi útburðarbréf þar sem þess var krafist að hann kæmi sér úr íbúðinni og leigusamningnum rift.

Ólafur fékk svo aðvörun þann 17. apríl síðastliðinn um að hann yrði að vera búinn að tæma íbúðina fyrir 2. maí.

Ólafur reyndi þá að hafa samband við Félagsþjónustuna og óskaði eftir neyðaraðstoð, en fékk þau svör að þau gætu ekkert gert og það væri margra ára bið eftir íbúð hjá þeim.

Staðan er því nú að Ólafur Snævar og sonur hans Auðunn Snævar Ólafsson eru nú komnir á götuna og hafa í engin hús að venda.

Auðunn Snævar Ögmundsson

Blaðamaður spurði sýslumann hvert ætti að fara með mennina og sýslumaður svaraði því að þeir gætu t.d. farið í gistiskýlið, en vitað er að þar býr aðallega fólk sem er í mikilli neyslu og því alls enginn staður fyrir eldri borgara og hreyfihamlaða.

Ólafur hefur alla tíð verið vinnusamur og duglegur maður, en hann starfaði um árabil sem vélstjóri á skipum, bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum.

Þess ber að geta að Alma leigufélag skilaði milljarða hagnaði í fyrra, en athygli vakti í dag þegar blaðamaður bað lögmann félagsins sem viðstaddur var útburðinn um nafn, neitaði hann að gefa það upp.

Myndbönd af útburðinum má sjá hér neðar:


5 Comments on “Alma leigufélag setur eldri borgara og hreyfihamlaðan son hans á götuna”

 1. Þetta er ekkert nýtt!
  Ísland er ekkert annað enn fasistaríki alveg sama hvort er um að ræða innaríkismálin eða utanríkismálin!

  Þessir hlutir eru ekkert að fara að breytast, þetta á bara eftir að versna. Aðal ástæðan fyrir þessu öllu er handónýtt stjórnmálakerfi, þar sem ruslið niður á alþingi byggir sitt kerfi á því að mjólka almenning til að þóknast þessum 1 – 2% landsmanna enn í stað þess að þjóna almenningi hinum 98 – 99% eins er gert í lýðræðisríkjum. Við erum með banka og fjármálakerfi sem er eitt það versta í heiminum, handónítan örgjaldmiðil sem er verðlausari enn skeinipappír!

  Við búum til fjöldan allan af forritum viðskipta, hagfræði og stjórnmála prófessorum í heilaþvottarstöð háskóla Íslands

  Af hverju í ósköpunum er ekki búið að tengja þessa anskotans krónu við annan stóran gjaldmiðil!

  Svo ætti að senda blessað fólkið sem stjórnar þessu öllu á námskeið í löndunum í kringum okkur til að læra hvernig byggja á upp kerfi sem þjónar öllu samfélaginu enn í stað þess að þjóna bara þessum 1 – 2 % sem eru búnir að slá eign sinni á allan auðin í landinu

  SKAMMIST YKKAR!

 2. Minni fólk á að sömu eigendur eiga Mata, það er Matfugl og Síld og fiskur. Ég veit allavega hvaða vörur ég mun aldrei versla aftur

 3. Er samála ,en ef fólk borgar ekki þá á ekki að að skipta máli hvort þú ert öryrki,eldri borgari eða bara ég ,ég á sama rétt en engin segir neitt þegar mér er hent út.

 4. Á Helgi í Góu ekki Gremju? Er hann þá eigandi Ölmu ásamt fleirum?

 5. Nú og hvar er þetta líka lélega og stóra gervi/fake Öryrkjabandalag Íslands okkar héra????

Skildu eftir skilaboð