„Megrunarlyf“ rannsökuð vegna mögulegra tengsla við sjálfsvígshugsanir

frettinInnlent, LyfLeave a Comment

BBC greinir frá því að Lyfjastofnun Evrópu ætli að rannsaka mögulegar aukaverkanir á lyfjunum Ozempic, Saxenda og Wegovy. Það var Lyfjastofnun Íslands sem tilkynninti um nýja og mögulega fylgikvilla lyfjanna. Öll lyfin stuðla að þyngdartapi.

Lyfjastofnun Íslands sendi ábendingu um þrjú tilfelli en ekki kemur fram hvenær. Þetta voru annars vegar tvö tilfelli þar sem notendur upplifðu sjálfsvígshugsanir eftir að taka inn Saxenda og Ozempic og hins vegar eitt tilfelli um sjálfsskaðandi hugmyndir eftir að taka inn Saxenda. „Lyfjastofnun Evrópu mun upplýsa um málið þegar frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í svari stofnunarinnar við fyrirspurn BBC.

Á fréttavef BBC segir að spurn eftir þessum lyfjum hafi aukist, meðal annars eftir umræður á samfélagsmiðlum um þekkt fólk sem hafi misst þyngd hratt. Ozempic er fyrst og fremst hugsað fyrir fólk með sykursýki. BBC segir fólk sem ekki þjáist af þeim sjúkdómi hafa verið að kaupa það sem hafi leitt til skorts á lyfinu á heimsvísu.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar,  var einn þeirra sem fagnaði komu þessara lyfja í febrúar sl.

Skildu eftir skilaboð