NATO-könnun: 77% Íslendinga treysta stríðsfréttum helstu fjölmiðla

frettinErlent, Fjölmiðlar, Innlent, Úkraínustríðið2 Comments

Atlantshafsbandalið (NATO)  gerði nýlega könnun meðal almennings í aðildarríkjunum varðandi ýmis mál sem tengdust bandalaginu og stríðinu í Úkraínu.

Könnunin leiddi meðal annars í ljós mikið vantraust almennings í NATO ríkjunum gagnvart fjölmiðlaumfjöllun um Úkraínustríðið. Að meðaltali vantreysti 45% almennings í öllum aðildarríkjunum fréttaflutningi helstu fjölmiðlum í sínu heimalandi. Aftur á móti sýndi könnunin að 77% Íslendinga legði traust á helstu fjölmiðla hérlendis varðandi stríðsfréttirnar. Til samanburðar treystu 44% Bandaríkjamanna fréttaflutningi bandarískra fjölmiðla um stríðið.

Könnunin sýndi einnig að mikill meirihluti Íslendinga væri hæstánægður með NATO á stríðstímum. Spurt var hvort fólk myndi kjósa með aðild að NATO ef boðið yrði upp á þjóðaratkvæðagreiðslu. 75% Íslendinga myndu greiða atkvæði með aðild en 8% ekki. Allt yfir myndu 70% kjósa með aðild en 14% ekki..

Íslendingar virðast samkvæmt könnunni ánægðari með NATO en almenningur í NATO-ríkjum almennt. En þegar kemur að framlagi til bandalagsins og stríðsmála er staðan önnur.

Þegar spurt var hvort fólki finnist að sitt ríki eigi að verja önnur bandalagsríki segja 64% almennings í NATO já en aðeins 45% Íslendinga eru því sammála. 

Samstöðin fjallaði um fleiri spurningar og svör í NATO-könnuninni.

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar varðandi spurninguna um traust á fjölmiðlum almennings í sínu heimalandi.

2 Comments on “NATO-könnun: 77% Íslendinga treysta stríðsfréttum helstu fjölmiðla”

 1. Því miður er íslendingar fóðraðir af spillingu og heimsku, við eru mestu tækifærissinnar sem finnast
  Það er mjög auðvelt að rífa kjaft verandi það langt í burtu og þar með án allra hættu að blandast inn í átök.
  Eina ógnin og þar með talið stíð sem við höfum haft kynni af var við breta út af landhelgini (Þorskastríðið)
  Svo má segja að blessaður bretinn hafi ráðist aftur á okkur þegar hann setti Ísland á hryðjuverkalista.
  Þetta er eina ógnin sem hefur steðjað að okkur frá NATO þjóð. Hvorki Rússland né Kína hafa nokkurn tímann ógnað eða hótað okkur, þessi ímyndaða ógn allra íslenskra stjórnmálamanna, stjórnmálafræðinga ásamt svona risaeðlum eins Byrni Bjarnasyni á Kína eða Rússlandi er tilbúningur og ekkert annað.

  Það gæti verið að allt þetta lið þjáist af nútímasjúkdóminum kvíða og hreinlega þurfi greiningu áður enn meiri skaði verður af þessu liði

  Ísland úr NATO og það strax!

 2. Var það ekki Kári sem sagði að flestir Íslendingar væru hálf heimskir? Þessi könnun hefur virðist hafa leitt það í ljós enn frekar

Skildu eftir skilaboð