Umframdauðsföll 20% í maí og júní

frettinCovid bóluefni, Innlent, Umframdauðsföll, Þorgeir Eyjólfsson1 Comment

Eftir Þor­geir Eyj­ólfs­son:

„Niður­stöður rann­sókna sýna að eft­ir því sem ein­stak­ling­ar þiggja fleiri örvun­ar­bólu­setn­ing­ar er þeim hætt­ara við að fá Covid og leggj­ast inn á spít­ala.“

Eins og meðfylgj­andi súlu­rit ber með sér er hátt hlut­fall um­framdauðsfalla á Íslandi ekki í rén­un en þetta háa hlut­fall skip­ar land­inu í hóp þeirra þjóða á Evr­ópska efna­hags­svæðinu sem flest dauðsföll hafa sam­kvæmt töl­um Evr­ópsku hag­fræðistofn­un­ar­inn­ar (Eurostat).

Fækk­un dauðsfalla í apríl sl. kveikti von­ir um að hægja færi á um­framdauðsföll­un­um. Sú reynd­ist ekki raun­in því sam­kvæmt traust­um heim­ild­um hef­ur dauðsföll­um fjölgað veru­lega á nýj­an leik. Í maí og júní lét­ust 240 til 250 ein­stak­ling­ar í hvor­um mánuði sem merk­ir að Ísland er með yfir 20% hlut­fall um­framdauðsfalla í báðum mánuðum. Að meðaltali lét­ust 198 lands­menn í hverj­um mánuði á ár­un­um 2018 til 2022. Að 40 til 50 ein­stak­ling­ar hafi lát­ist í maí og júní um­fram meðaltal síðustu fimm ára er skelfi­legt. Með sama áfram­haldi myndu 500 til 600 ís­lensk­ir ein­stak­ling­ar hljóta ótíma­bær­an dauðdaga á 12 mánuðum miðað við reynslu liðinna ára.

Áður hef­ur verið sýnt fram á sterk­ar vís­bend­ing­ar um or­saka­sam­band dauðsfall­anna og mRNA-bólu­setn­ing­anna. Ekki ein­ung­is á Íslandi held­ur víða um heim, t.d. í Þýskalandi. Liggja þar til grund­vall­ar ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir trygg­inga- og töl­fræðinga. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ættu vís­bend­ing­ar um or­saka­sam­band bólu­setn­inga og dauðsfalla að vera stjórn­völd­um nægj­an­legt til­efni til að staldra við með frek­ari bólu­setn­ing­ar. Annað lyk­il­atriði styður ákvörðun um stöðvun mRNA-bólu­setn­ing­anna. Niður­stöður rann­sókna sýna að eft­ir því sem ein­stak­ling­ar þiggja fleiri örvun­ar­bólu­setn­ing­ar er þeim hætt­ara við að fá covid og leggj­ast á spít­ala. Þessi vitn­eskja ætti ein og sér að duga ráðamönn­um til að leggja spraut­una á hill­una.

Fleiri rök­semd­ir styðja end­ur­skoðun ákvörðunar um bólu­setn­ing­ar. Þar má nefna mik­inn fjölda al­var­legra auka­verk­ana í kjöl­far bólu­setn­inga ásamt óút­skýrðum skyndi­dauðsföll­um þekktra ein­stak­linga á sviði íþrótta og lista. Að auki hef­ur verið sýnt fram á veik­ingaráhrif bólu­efn­anna á ónæmis­kerfið sem leitt hef­ur til fjölg­un­ar krabba­meinstil­vika og ótt­ast vís­inda­menn að við eig­um eft­ir að sjá eftir­köst bólu­efn­anna mörg næstu árin.

Með þess­ar staðreynd­ir fyr­ir­liggj­andi er með öllu óskilj­an­legt að örvun­ar­bólu­setn­ing­um skuli ekki vera hætt. Það er að renna upp fyr­ir al­menn­ingi að stjórn­völd gerðu mis­tök þegar ráðist var í bólu­setn­ing­ar­her­ferð hér­lend­is með lítt reynd­um bólu­efn­um með nýrri virkni. En þegar skaðsemi efn­anna kem­ur fram með jafn skýr­um hætti og raun ber vitni á auðvitað að hætta notk­un þeirra. Af minna til­efni en þessu hafa bólu­efni verið tek­in úr notk­un á und­an­förn­um árum. Að okk­ar öfl­ug­ustu fjöl­miðlar skuli ekki óska eft­ir rök­stuðningi for­sæt­is­ráðherra og heil­brigðisráðherra fyr­ir fram­haldi bólu­setn­inga er ekki traust­vekj­andi þegar niður­stöður rann­sókna staðfesta að fleiri bólu­setn­ing­ar auka lík­ur á að sýkj­ast af Covid-19 og þurfi spít­alainn­lögn.

Höf­und­ur er eft­ir­launaþegi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. júlí 2023.

One Comment on “Umframdauðsföll 20% í maí og júní”

Skildu eftir skilaboð