Bóluefni við krabbameini drifið áfram „af sama krafti“ og bóluefni við kórónuveirunni

frettinErlent, Krabbamein, LyfLeave a Comment

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretalands, segir á Twitter að nýlega hafi verið kynnt áætlun um að hjálpa sjúklingum við að fá bóluefni við krabbameini til að bjarga fleiri mannslífum.

Forsætisráðherrann sagði að Bretland hafi framleitt „eitt hraðasta“ COVID bóluefni heims, og á hann þar við Astra Zeneca sem fjöldi landa, þar á meðal Danmörk hættu fljótlega að nota sökum hættunnar á blóðtappa.

„Við erum nú að nota þennan sama dugnaðarkraft til að takast á við eina stærstu heilsuáskorun okkar tíma – krabbamein. Á miðvikudaginn kynntum við áætlun um að hjálpa fleiri sjúklingum að fá krabbameinsbóluefni og bjarga mörgum mannslífum.“

Bóluefnið sem um ræðir er framleitt af líftæknifyrirtækinu BioNTech SE og hefur vinnan þegar hafist.

Skildu eftir skilaboð