Með þeim gríðarlega fjölda útlendinga sem hingað kemur er hreinlega verið að skipta um þjóð í landinu. Innflytjendamálin eru algjörlega stjórnlaus og ríkisstjórnin stefnulaus. Ef fólk gagnrýnir þetta þá er það kallað rasistar. Þetta segir Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins, í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu.
Eyjólfur segir að háskólamenntað fólk sé mikið til að fara úr landi, en á sama tíma sé fólk að koma hingað til lands til að vinna láglaunastörf í ferðaþjónustu.
„Svo erum við að fá alla þessa hælisleitendur sem er orðinn algerlega stjórnlaus málaflokkur sem er gott dæmi um það hvað þessi ríkisstjórn er algerlega stefnulaus í öllum málum, sama hvort um sé að ræða verðbólgumálin, sjávarútvegsmálin, orkumálin og tala nú ekki um hælisleitendamálin.
„ég kom með breytingartillögu á því til þess að taka úr sambandi úrskurð kærunefndar útlendingamála hvað varðar hælisleitendur frá Venesúela sem eru í eðli sínu efnahagslegir flóttamenn en því var hafnað af stjórnarmeirihlutanum“
Eyjólfur bendir á að frumvarp Jóns Gunnarssonar þáverandi dómsmálaráðherra, hafi einungis verið útvatnað plagg og það sýni sig best í því að eftir að eftir að það hafi orðið að lögum, þá hafi ekkert breyst.
Þingmaðurinn segir að það sé þingið sem eigi að ráða á Íslandi en ekki úrskurðanefndir, og fari málin eins og þau fóru í úrskurði kærunefndar útlendingamála varðandi Venesúela, þá eigi Alþingi að breyta lögum á þann hátt að kærunefndin fari að lögum en það hafi ekki verið gert.
Gagnýnin hugsun sögð vera rasismi
„ég heyrði í útvarpsfréttum að það væru hér 90.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi. Hér er verið að breyta Íslandi í grundvallar atriðum beint fyrir framan nefið á okkur og án þess að þjóðin sé spurð álits. Það má ekki ræða þetta og ef maður gerir það þá er maður stimplaður rasisti, við verðum einfaldlega að taka umræðu um þetta“segir Eyjólfur.
Aðspurður um hvort hann hafi kynnt sér hvað þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur um hatursorðræðu gangi út á og hvernig þar séu skoðanir í ákveðnum málum flokkaðar sem hatursorðræða segir Eyjólfur:
„þetta ríkisstjórnarsamstarf virðist ganga út á að Vinstri grænir séu við völd svo þeir geti dundað sér við mál sem þetta, sent alla í stjórnsýslunni á hatursorðræðunámsskeið. Út á þetta gengur þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín getur þá verið í þessum dyggðarskreytingarmálum sínum og verið forsætisráðherra og stutt stjórnarmeirihlutann“segir Eyjólfur.
Hlusta má á ítarlegt viðtal við Eyjólf Ármannsson alþingismann Flokks Fólksins hér.
3 Comments on “Gagnýnin hugsun sögð vera rasismi: það er verið að skipta um þjóð í landinu”
“Kalergi plan” Kynnið ykkur það og hugsið ykkur tvisvar um sem eruð að kjósa þessa snar rugluðu vinstri flokka.
Ég hélt um skeið að ,,Kalergi Plan“ væri samsæriskenningg.
En þegar ég sá afríkubúa í nær öllum strætóskýla auglýsingum, sá ég að þetta var ekki samsæriskenning. Því miður.
Eyjólfur, ég held að þú ættir að beina þessum hugsunum þínum á flokksystur þína hana Ingu Sæland
Ég veit ekki betur enn hún sé algjörlega á skjön við það sem þú ert að segja?