Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og formaður Miðflokksins, segir frá því á facebook síðu sinni að vinstriöfgamenn leitist nú eftir að koma í veg fyrir sýningu stórmyndarinnar Sound of Freedom.
Myndir byggir á sannri sögu og fjallar um lögreglumann sem tekur upp á því að reyna að bjarga börnum sem hafa orðið fórnarlömb barnaníðinga í Suður Ameríku. Myndin kom á eftir Indiana Jones en tókst samt að toppa hana á stóra bíódaginn, 4. júlí. Nú, löngu eftir frumsýningu keppir hún við nýjustu Mission Impossible myndina.
Færslan í heild sinni:
Það eru undarlegir hlutir að gerast í Hollywood.
Ókei, þið vissuð það fyrir og hafið vitað lengi. En nýjustu vendingar eru enn furðulegri en það sem maður hefur séð til þessa.
Að undanförnu hefur verið leitast við að eyðileggja gamlar góðar sögur og söguhetjur eins og fólk á aldur við mig þekkir (og vel upplýst yngra fólk).
Nýjasta dæmið er Indiana Jones 5. Mynd sem hefði aldrei átt að framleiða og neyða vin minn Harrison Ford til að taka þátt í enda snerist hún bara um að lítillækka gömlu hetjuna.
En um svipað leyti var frumsýnd myndin Sound of Freedom (SoF). Hún byggir á sannri sögu og fjallar um lögreglumann sem tekur upp á því að reyna að bjarga börnum sem hafa orðið fórnarlömb barnaníðinga í Suður Ameríku.
Myndin kom á eftir (gervi) Indiana Jones en tókst samt að toppa hana á stóra bíódaginn, 4. júlí. Nú, löngu eftir frumsýningu keppir hún við nýjustu Mission Impossible myndina.
Þetta er sérlega merkilegt í ljósi þess að Hollywood-elítan hefur gert hvað hún getur til að tala niður SoF. Myndin var fyrst framleidd af Fox kvikmyndaverinu en eftir að Disney keypti Fox var henni stungið undir stól. Þeir sem gerðu myndina þurftu að kaupa hana aftur til að fá að sýna hana.
Það fór nefnilega fyrir brjóstið á einhverjum pótintátum hjá Disney að söguhetjan í SoF væri Kristinn maður sem sagði hluti á borð við „börn Guðs eru ekki söluvara” áður en hann réðst í að bjarga fátækum börnum úr mansali og misnotkun.
Þrátt fyrir miklar tilraunir til að tala myndina niður og koma í veg fyrir sýningar hefur SoF þegar skilað einum mesta hagnaði kvikmyndar á þessu ári.
Nú segir sagan að vinstriöfgamenn sem hafa ekki séð myndina hafi leitast við að koma í veg fyrir að íslensk kvikmyndahús sýni hana. Vonandi reynist það ekki rétt en myndin er alla vega ekki komin í bíó hér á landi.
Hin eflaust ágæta Mission Impossible og dellan sem Harrison Ford lét hafa sig út í rúlla hins vegar í kvikmyndahúsum landsins.
4 Comments on “„Vinstriöfgamenn leitast við að koma í veg fyrir að íslensk kvikmyndahús sýni stórmyndina „Sound of freedom““”
Við viljum sjá þessa mynd!
Öfga vinstri menn virðist vera hrein úrkynjun, stöðva mynd sem sýnir eitt mesta vandamálið í heiminum í dag? Og gegn viðkmæmasta hópnum? Þetta er fólkið sem á heima á geðdeild.
Ekkert skrytið að þetta woke hyski og Hollywood vilji gera sem minnst úr þessu enda barnaníð, satanismi og ógeð mikið stundað a þeim slóðum, svo alveg merkilegt að það se orðinn mesti glæpurinn að vera kristinn, næstum þvi jafn slæmt og að vera gagnkynhneigður karlmaður
Hérlendis er framin gtíðarleg brot á lögum og mannréttindum á börnum af starfsfólki barnavernda eins og Dagbjörtu Rún Guðmundsdóttir yfirmanni barnaverndar Kópavogs ásamt Önnu Eygló Karlsdóttur fyrrum yfirkonu Barnaverndar Kópavogs. Anna Eyglo er nýlega orðin starfskona barnaverndar Garðabæjar. Eftir að hafa gengið offari gegn Kópavogsbúum og foreldrum barna þar varð Anna Eygló umtöluðu í podcasti fyrir lögbrot sín og flúði Anna Egló þá á milli embætta eins og kaþólska kirkjan stundaði flutning prest barnaníðinga áratugum saman milli prest embætta.
Í höndum barnavernda með þagnarskyldu grassera afbrotin óáreitt um aldur og æfi.