Heimildarmynd: Jordan Peterson ræðir við framleiðanda Sound of Freedom

frettinErlent, Kvikmyndir1 Comment

Í nýju hlaðvarpi Dr. Jordan Peterson ræðir hann við framleiðanda og stórleikarann Jim Caviezel um "Sound of Freedom" stórmyndina sem hefur slegið öll met í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á sönnum atburðum um barnaníðshringi í Bandaríkjunum. Caviezel fer einnig með aðalhlutverk ásamt Tim Ballard sem Peterson ræðir einnig við í hlaðvarpinu.

Myndin lýsir starfi Ballard sem hefur helgað líf sitt til að berjast gegn mannsali og barnaníði. Þeir fara ofan í kjölinn á sálfræði barnaníðinga, eðli góðs og ills og hvernig trúin á Guð hefur styrkt þá og hjálpað þeim í gegnum ferlið.

Tim Ballard er stofnandi og forstjóri Operation Underground Railroad (O.U.R.), sem finnur og bjargar börnum sem eru fórnarlömb barnaníðshringja. Áður hafði hann aflað sér áratuga reynslu sem sérstakur umboðsmaður í Dept. of Homeland Security þar sem hann starfaði sem CIA leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin.

Jim Caviezel er þekktur bandarískur leikari og ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á Jesú Kristi í „The Passion of the Christ,“ (framhald kemur árið 2024). Hann hefur átt áratuga langan feril bæði á og utan skjásins og er talsmaður trúar í nútímaheimi.

Blaðamaður á Fréttinni hafði samband við forsvarsmenn bíóhúsa á Íslandi til að spyrjast fyrir hvenær stórmyndin verði sýnd hér á landi. Ekki hafa fengist nein svör varðandi það, en samkvæmt Birni Ásberg Árnasyni sem er einn eiganda Sambíóanna, tjáði hann blaðamanni að það væri verið að vinna í málinu, en gat ekki staðfest að fullu hvort að myndin verði sýnd. Þá hafa íslenskar steymisveitur ekki enn sóst eftir sýningarétti, sem þykir undarlegt því myndin hefur slegið öll met vestanhafs hvað varðar aðsókn og áhorf. 

Viðtalið má sjá hér neðar:

One Comment on “Heimildarmynd: Jordan Peterson ræðir við framleiðanda Sound of Freedom”

  1. Ég skil ekki hvernig fólk getur dásamað mann eins og Jórdan Peterson, sem grét á sviði, í Ísrael. Það var hreinlega aumkunarvert að sjá hann. Hann dásama hryðjuverkamennina.

Skildu eftir skilaboð