Katrín Jakobsdóttir hefur verið skipuð sendiherra „velsældarhagkerfis“ WHO

frettinErlent, Innlent, Kristín Inga ÞormarLeave a Comment

Kristín Þormar skrifar:

Ég skrifaði nýlega um velsældarhagkerfið á Íslandi, og skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem var afhent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands 14. júní 2023.

Þá vissi ég ekki að hún hefur verið skipuð sendiherra stofnunarinnar fyrir þetta verkefni til næstu tveggja ára.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið útnefnd sendiherra velsældarverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. Champion for the WHO Well-being Economy Initiative) til næstu tveggja ára.

Markmið verkefnisins er að styðja við verkefni sem bæta velferð samfélaga og tryggja heilbrigðari, sanngjarnari og farsælli framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hlutverk sendiherra verkefnisins er að verkja athygli á velsældaráherslum á alþjóðavísu og kynna fyrir ríkjum heims og alþjóðastofnunum þau tækifæri sem felast í velsældarhagkerfum.

Er þetta ekki bara heiður fyrir hana - og okkur þjóðina?

Nei alls ekki, heldur þvert á móti! Varla er annað hægt að lesa út úr þessu en að hún - og þar af leiðandi ríkisstjórnin öll séu hlynnt fullgildingu á heimsfaraldurssáttmála WHO sem íslensk stjórnvöld virðast ætla að samþykkja með þögn sinni, en hér má lesa umfjöllun mína um drögin að honum.

Það er ekki bara ríkisstjórn Íslands sem þegir um þennan illa gjörning, heldur líka allir helstu fjölmiðlarnir hér á landi! Því er ekkert skrítið að fólk hafi enga hugmynd um hvað í húfi er fyrir okkur öll.

Einu fjölmiðlarnir sem eru óhræddir við að gera það eru Frettin.is og Útvarp Saga, enda þeir einu sem eru ekki háðir ríkisstyrkjum. Þess má geta að ég var í viðtali á þeim síðarnefnda í gær með Leifi Árnasyni félaga mínum, og má finna það hér.

Þessi þögn og þöggun varð til þess að við í mannréttindasamtökunum Mín Leið - Mitt Val höfum hrundið af stað undirskriftasöfnun, bæði til að fræða fólk og biðja það að taka undir ákall okkar um að ríkisstjórnin fremji ekki þessi landráð!

Hlekk á söfnunina má finna á heimasíðu okkar.

Ætlum við bara að þegja og láta þetta yfir okkur ganga?

Þjóðin þarf virkilega að fara að spyrja sig hvaða herrum íslensk stjórnvöld þjóna, því ekki þjóna þau okkur sem kusum þau til að gæta hagsmuna okkar, við hljótum öll að vera farin að sjá það.

Nærtækt dæmi er gegndarlaus peningaaustur í stríðsrekstur í öðru landi á meðan okkar eigin innviðir svelta!

Þess vegna verðum við að sýna hug okkar til þeirra í verki, og segja öll NEI!

Skildu eftir skilaboð