Skítakuldi í Ástralíu: köldustu maí og júnímánuðir frá upphafi mælinga

frettinErlent, LoftslagsmálLeave a Comment

Meira en 100 veðurstöðvar víðsvegar um Ástralíu, nýjar og gamlar, skráðu kaldasta lágmarkshitastig í maí sem mælst hefur frá upphafi mælinga. Hiti mældist við frostmark í austur- og miðhluta Ástralíu og mældist hæst um 5-10 gráður sem er kaldara en venjulega á þessum árstíma.

Frostið hefur leitt til fimbulkulda víðsvegar um landið eins og Queensland og Northern Territory, og voru sumir af fjallgörðum landsins í suðaustri jafnvel þakktir snjó. Rakastig um allt land er langt undir meðallagi, en það stöðvaði ekki snjókomuna vegna frostsins.

Í helstu borgum landsins mældist kaldasta hitastig í áratugi. Í Sydney var kaldasti maí í 53 ár, þar sem meðalhitinn var 15°C, en maí í Brisbane var sá kaldasti sem sést hefur á síðustu 29 árum eftir að hitinn fór niður í 11°C. Meðalhiti Canberra var sá lægsti sem sést hafa undanfarin 11 ár þar sem hitastig mældist 7,8°C, en þar mældist einnig stöðugt frost í 18 daga þar sem lágmarkshiti var undir 0°C.

The Guardian segir frá því að Suðaustur-Ástralía hafi skolfið í gegnum kaldasta tímabil í mörg ár. Sydney upplifði sinn kaldasta júnímorgun sem mælst hefur, til að mynda þá mældist 1,8 gráðu frost í Ólympíugarðinum að sögn Miriam Bradbury, yfirveðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Þá segir á síðunni Snowbrains að Þrátt fyrir að maí hafi verið óvenju kaldur, ætti El Niño að koma til að tryggja að vetrarhiti fari aftur í það sem eðlilegt telst, sem gefur Ástralíu vonandi frí frá fimbulkuldanum.

Skildu eftir skilaboð