Hefur skoðun og opinber tjáning áhrif á viðskipti við íslenska banka?

frettinArnar Þór Jónsson, InnlentLeave a Comment

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, lögmaður og fv. dómari, hefur sent erindi til stjórnenda íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða, fyrir hönd stjórnar Málfrelsis – Samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi:

Erindið er svo hljóðandi:

„Í tilefni af nýlegum fréttum frá Bretlandseyjum þess efnis að tilteknum einstaklingum hafi verið meinað um bankaviðskipti þar í landi á grundvelli stjórnmálaskoðana hlutaðeigandi. Enda þótt fáir einstaklingar hafi, enn sem komið er, opinberlega verið nefndir til þessarar sögu eru komnar fram vísbendingar þess efnis að fjöldi fólks hafi í reynd sætt slíkum þvingunar- og útilokunaraðgerðum fjármálafyrirtækja í Bretlandi. Þegar þetta er ritað hefur atburðarásin undið upp á sig með þeim afleiðingum að spjótin beinast nú að bankastjórnendum, sem krafðir eru um afsögn. Nýlega þurfti Alison Rose, forstjóri NatWest Group Plc. að segja af sér í kjölfar slíks máls og þess að hún hafði veitt rangar upplýsingar um það í fjölmiðlum.

Með vísan til framanritaðs er óskað upplýsinga um það hvort íslenskir viðskiptabankar eða sparisjóðir hafi á umliðnum árum látið opinbera tjáningu og/eða stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir eða aðrar skoðanir einstaklinga eða forsvarsmanna fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann hafa áhrif á ákvarðanir sem varða viðskipti þeirra.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um það hvort í starfsreglum umræddra fjármálafyrirtækja sé að finna ákvæði sem tryggi skilyrðislaust, að viðskiptavinir þurfi ekki að sæta því á að skoðanir þeirra eða tjáning á opinberum vettvangi, hafi áhrif á viðskipti þeirra við viðkomandi fyrirtæki.

Ennfremur, ef slíkar reglur eru ekki til staðar, hvort fyrirhugað sé að setja slíkar reglur af hálfu hlutaðeigandi banka / sparisjóðs.“

 Arnar Þór óskar eftir svörum innan 10 daga frá ritun erindis þessa.

Skildu eftir skilaboð