Avókadókjöt er eitt það hollasta sem kemur úr náttúrunni sem inniheldur heilbrigða fitu, en lauf þess hafa einnig vakið athygli fyrir ríkt næringargildi ásamt því að styrkja helstu líffæri líkamans.
Í rannsókn sem birt var í International Journal of Phytomedicine and Phytotherapy, komust vísindamenn að því að avókadólauf gera verulega við lifur, nýru og hjarta sem hafa orðið fyrir skaða, má þar t.d. nefna hjartavöðvabólgu.
Rannsóknin fólst í því að skola avókadólauf í eimuðu vatni, loftþurrka, blanda í duft og blanda saman við 80 prósent etanól í þrjá daga, og að lokum voru þau svo frostþurrkuð.
Vísindamennirnir gerðu rannsóknina á 40 rottum, skipt af handahófi í átta hópa. Yfir tvær vikur fengu hóparnir mismunandi meðferð.
Hópur eitt og tvö fengu vatn, hópar þrjú og fjögur fengu avókadóblaðaþykkni og hópur fimm fékk silymarin, fæðubótarefni sem oft er notað við lifrar- og gallblöðrusjúkdómum.
Hópur sex fékk rifampicin, lyf sem notað er til að meðhöndla berkla, blóðsýkingar og holdsveiki, en hópar sjö og átta fengu rifampicin og avókadó laufþykkni.
Þó að þörf sé á frekari klínískum rannsóknum leiddi rannsóknin í ljós að avókadóblaðaþykknið sýndi gífulega virni samanborið við lyf sem eru fáanleg í apótekum, sem notuð eru til að meðhöndla lifrar-, nýrna- og hjartasjúkdóma. Að auki sýndi þykknið færri aukaverkanir samanborið við lyfið rifampicin, sem olli verulegu oxunarálagi á lifur og hjartavef.
Virkni avókadólaufa var rakin til sjúkdómshamlandi fenólsambönda þeirra og flavonoids sem hafa krabbameins-, bólgueyðandi og veirueyðandi eiginleika.
Meðhöndla blýeitrun í heila
Að auki í rannsókn sem var gerð árið 2020, kom í ljós að avókadóblöð meðhöndla blýeitrun í heila og hafa áhrif á endurnýjun vefja í litla heila.
Eftir að hafa orðið fyrir blýeitrun sýndu albínórottur merki um pirring, árásargirni og bólgu, en lækningaferli þeirra batnaði verulega eftir að þeim var gefið avókadóblaðaþykknið.
Með því að bera þykknið á staðbundið sár flýtti það fyrir bata, sem leiddi til fullkominnar lækninga eftir sex daga.
Avókadóblaðaþykknið verndaði einnig gegn eiturverkunum blýasetats í litla heila. Með smásjárskoðun á vefjasýnum olli blýasetatið verulegum breytingum á uppbyggingu litla heila, en vefirnir endurnýjuðust þegar afókadóblaðaþykkni var gefið í kjölfarið.
Meira um rannsóknina má lesa hér.
2 Comments on “Rannsókn sýnir að avókadólauf styrkja líffærin”
Mætti segja mér að margar Íslenskar/norðlægar lækningar jurtir búi yfir svipuðum eiginleikum.
Ef að rétt er þá eru þetta mjög góðar fréttir,, veit einhver hvar og hvurt að Avókadóblaðaþykknið fáist einhversstaðar hér á landi?