Ritstjóri hafði samband við Angel Studios í Bandaríkjunum og fékk blessunarlegt tækifæri til að taka viðtal við sjálfan Tim Ballard sem er hetja stórmyndarinnar "Sound of Freedom".
Myndin byggist á sönnum atburðum og fjallar um baráttu Ballard gegn barnaníðingshringjum og kynlífsþrælkun barna sem skelfilega er orðinn einn stærsti iðnaður í heiminum í dag. Herra Ballard hefur helgað líf sitt málaflokknum og hefur í dag náð að bjarga þúsundum barna frá kynlífsánauð.
Hér neðar fylgir viðtalið í fullri lengd sem Fréttin tók við leyniþjónustmanninn, rithöfundinn, hetjuna og bjargvættinn, Tim Ballard.
Í viðtalinu er farið yfir víðan völl. Ballard svarar áleitnum spurningum um starf sitt og köllun Guðs sem hann gat ekki litið fram hjá.
Árið 2015 var ákveðið að gera kvikmynd um líf og störf Tim Ballard og var hún tilbúin 2018. Netflix og Amazon höfðu ekki áhuga á að gefa myndina út og Disney sat á dreifingarréttinum í mörg ár en loks tókst framleiðenda myndarinnar að endurheimta dreifingarréttinn. Á opnunardegi halaði myndin inn nóg til að greiða framleiðslukostnaðinn, gagnrýnendum varð því ekki kápan úr klæðinnu.
Myndin fær glimrandi dóma, jafnvel hjá gagnrýnendum og er ein mest sótta myndin í Bandarikjunum og víðar, náði m.a. að toppa Indiana Jones myndina, Oppenheimer og fl.
Í viðtalinu er Ballard spurður hversu lengi hann hafi unnið að málum er varðar kynlífsþrælkun barna, hvenær hann gerðist starfsmaður CIA bandarísku leyniþjónustunnar, og hvort það hafi einhverntíman komið fyrir að hann hafi efast um þá ákörðun.
Ballard hefur unnið sem leyniþjónustumaður í 20 ár og í 12 ár vann hann sem leyniþjónustumaður fyrir bandarísku ríkisstjórnina í Öryggisdeild ríkisins (Homeland Security). Það var svo árið 2013 sem Ballard vann að tveimur málum á Haiti og Kólimbíu, sem urðu honum mjög hugfangin, og þegar ríkisstjórn Bandaríkjanna kallaði hann heim og bað hann að ljúka þar störfum, í það sinn gat hann það ekki samviskulega séð og sagði því upp störfum hjá leyniþjónustunni og hélt rannsóknum áfram á eigin vegum sem einkaspæjari fyrir stofnanir.
Köllun frá Guði
Ballard er spurður út í litla drenginn í myndinni sem rétti honum hálsmen með nafni hans og ritningu úr Biblíunni og hvort honum hafi fundist það vera tákn frá Guði?
Gerður að sérstökum ráðgjafa Hvíta Hússins
Ballard var spurður út í fund sem hann átti með Donald Trump í Hvíta Húsinu um mannsal, barnaníð og kynlífsþrælkun. Í kjölfar fundarins gerði Trump Ballard að sérstökum ráðgjafa Hvíta Hússins í málaflokknum.
Hann segist hafa verið hissa á því að Trump hafði samband, „hann sá frettirnar og bauð mér að koma strax næsta dag“ segir Ballard.
„Ég vissi ekki að því yrði sjónvarpað og þegar þeim viðburði lauk fékk ég símtal frá einni stofnuninni sem ég starfaði þá fyrir. Við misstum 1000 fjáröflunaraðila því þeir sáu mig í sjónvarpinu með Trump“.
Ballard segist vera hissa á slíkri framkomu, það hlýtur að vera sama hvaðan gott kemur, og geta ekki allir verið sammála um að vernda börnin, barnaníð getur aldrei flokkast stjórnmálalegs eðlis. Þarna er samt verið að senda mjög sterk skilaboð, og skilaboðin er þessi: Ef þú hatar einn flokk eða eina persónu meira en þú elskar að frelsa börn frá lífi í kynlífsþrælkun, þá ertu komin á stað þar sem þú ert viðbjóðsleg manneskja. Þá ertu týpan sem er með einhvers konar andlega röskun eða geðveiki. Hvernig er það hægt? Hvernig geturðu hatað einn mann meira en þú elskar að frelsa börn úr kynlífsþrælkun? Þetta er gífurlega sorglegt,“ segir Ballard.
Vinnur að heimildarmynd með Mel Gibson um mannsal í Úkraínu
M: En mig langaði einnig að spyrja þig um Úkraínu og börnin þar. Það er mikið mansal og kynlífsþrælkun barna á því svæði hefurðu verið að vinna í þeim verkefnum?
„Já satt að segja þá erum við núna að vinna að heimildarmynd um þá atburði og í henni er Mel Gibson, Tony Robins sér um framleiðslu. Við vorum í Ukraínu á síðasta ári og kvikmynduðum og vorum að störfum við að hjálpa munaðarleysingum í stríðsástandinu, þá komumst við á snoðir um hring barnaníðinga stjórnmálaafls frá Hollandi, þeir voru handteknir fyrir glæpi gegn börnum og voru í felum frá Hollandi og staðsettir í Suður Ameríku. Við eltum þá uppi, fundum leiðtoga þeirra í Mexíko, hann var handtekinn, fundum síðan liðsstjóra þeirra í Ekuador og þeir voru að standsetja barnaníðs hótel með litlum drengjum og voru þar beittir ofbeldi. Þetta var brjálæðisleg aðgerð og ein sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Jafnvel betur skipulögð en aðgerðirnar í myndinni “Sound of Freedom”. En þetta verður fjögurra þátta heimildasería og kallast Hið leynda stríð (the Hidden War). Serían fer með áhorfendur um sex þjóðríki, þrjár heimsálfur, þar sem hundruðum eða jafnvel þúsundum barna er bjargað frá þrælkun, allt gerist þetta á fjórum mánuðum. Ótrúleg saga sem sýnir hversu víðfeðm og þvert á öll landamæri vandamálið birtist okkur, og ef við vinnum ekki öll saman verður það ekki leyst“, segir Ballard.
M: Telurðu að þessi vandi breiði sig einnig yfir til Vesturlanda og það sé iðnaður einnig hér í Evrópu?
„Án vafa, þetta er alls staðar. Þegar stríðið braust út í Úkraínu, á sama hátt og það er auð jörð eftir jarðskjálfta eða stórviðri þá er uppskerutíð hjá barnaníðingunum, þá finnast varnarlaus börn. Þeir svífast einskis og flytja börnin frá Úkraínu til Karabísku eyjanna, til Mexíkó, til Suður Ameríku og börnin eru gífurlega verðmætur varningur á kynlífsmörkuðunum hvar sem er í heiminum, og þess vegna er þetta vandi okkar allra og finnst alls staðar, þar sem eru varnarlaus börn þar eru mansals-ræningjar og finna þau,“ segir Ballard.
M: Hér á Íslandi nýlega tekið við 105 börnum sem komu hingað fylgdar og skilríkjalaus og við erum furðu lostin því við erum eyja umvafin sjó, hvernig er þetta hægt? 105 fylgdarlaus börn, telurðu að þetta tengist mansalsmálum?
„Hvort sem það tengist eða ekki eru þetta sömu aðferðirnar og nýttar eru við mannsal, hvort sem þessi börn eins og þessi 85 þúsund sem komu til Bandaríkjanna, hvernig sem þetta kom til að þau birtast fylgdarlaus þá eru þau núna í hættu á að lenda í mansali svo það er ekki góð hugmynd að vera að flytja fylgdarlaus börn svona á milli landa án þess að því sé fullkomlega stýrt, bakgrunnurinn sé rannsakaður til hlítar og fundið sé út hvaðan börnin komu og hvar þau eiga sér samastað,“ segir Ballard.
„Ógeðslegt og hryllilegt að græða örflögur í börn“
M: Það er ein frekar krítísk spurning sem ég þyrfti að spyrja. Eftir myndina voru einhverjir sem höfðu séð myndina að tala um örflögur “microchips”. Einhver hélt því fram að þú styddir að örtölvukubbar séu græddir í börn?
„Ég hef enga trú á því það er ógeðslegt og hryllilegt ég hef aldrei tjáð mig um það og aldrei áður verið spurður um það. Í fyrsta sinn um daginn sem ég sá mynd af mér með slagorði um að ég væri stuðningsmaður örflagna sem ég hafði aldrei talað um, fólk er vitfirrt að láta slíkt frá sér,“ bætir Ballard við.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér neðar:
4 Comments on “Leyniþjónustumaðurinn og hetjan Tim Ballard í einkaviðtali við Fréttina”
Q og Qanon er ekki það sama, Q er hreyfing og stendur fyrir Question. Qanon er hinsvegar bull, en gott viðtal, þessi mynd er skylduáhorf, sérstaklega núna þegar börnin okkar eru skotmark geðsjúklinga og vitfirtra ólýðræðislegra kosinna stofnanna undir e-m fáránlegum slagorðum svo það sé ekki eins augljóst fyrir blinda manninn.
Ég verð að segja það, ég held að þetta sé úlfur í sauðagæru. Fólk hefur verið að benda á það að þetta lið sé að mæla með að fólk láti setja eftirlitsflögu í börnin sín. Gæti það verið fyrir nýðingana sjálfa. Satan er meistari í blekkingum
Sá sem vinnur svona lengi fyrir leyniþjónustuna er ekki traustsins verður, í mínum huga. Ef þú svíkur leyniþjónustuna, eins og allar aðrar stórar reglur, færð þú öflugan og grimman hóp gegn þér. Grimmari hópar, en leyniþjónustan eru vandfundnar. Ég treysti aðeins mönnum sem eru fljótir að átta sig á því að þeir séu að vinna fyrir spillt öfl.
Trumpet þú þarft greinilega að fara sjá myndina og tjá þig svo. Ballard sveik aldrei leyniþjónustuna, heldur hætti sjálfviljugur til að geta starfað alfarið við að bjarga þessum börnum, hann er nú búin að ná að bjarga 6000 börnum frá kynlífsánauð, alger hetja þessi maður og auðsjáanlega margblessaður.