Fréttin er 2. ára – til hamingju með daginn!

frettinInnlent3 Comments

Kæri lesandi,

síðustu tvö ár hafa verið mjög viðburðarík og margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma. Það er óhætt að segja að Fréttin.is hafi náð að opna augu almennings og verið aðhald bæði fyrir stjórnvöld og meginstraumsmiðla, þegar kemur að ýmsum málum.

Þegar Fréttin.is var stofnuð, þá var tilgangurinn að stofna miðil gegn pólitískum rétttrúnaði (e. woke) sem þá var orðinn yfirþyrmandi í samfélaginu. Merkilegt er að segja frá því að þrátt fyrir allt, þá hefur „woke-ið“ færst í aukana. Woke er andstæðan við heilindi, og því enn mikið verk að vinna.

Ritstjórn þakkar öllum sem hafa lagt hönd á plóg við að halda miðlinum gangandi. Sérstakar þakkir til blaðamanna, lausapenna og bloggara sem hafa ekki látið sitt eftir liggja. Þá höfum við einnig fengið að njóta fjölbreyttra penna sem hafa auðgað umræðuna og komið með ýmis sjónarhorn sem sjást ekki á meginstraumsmiðlum.

Sérstakar þakkir fá einnig auglýsendur.

Ritstjórn sendir hlýjar kveðjur til ykkar kæru lesendur og stuðningsmenn málfrelsis og opinnar umræðu.

Til hamingju með daginn Fréttin.is

3 Comments on “Fréttin er 2. ára – til hamingju með daginn!”

  1. Til hamingju með daginn og vonandi farnast ykkur vel um ókomna tíð, það er nefnilega þörf á fjölmiðli sem þorir að standa gegn valdaelítunni í heiminum og WOKE-klikkunni sem tröllríður öllu með sínum sjúka boðskap.

Skildu eftir skilaboð