Forstjóri Menntamálastofnunar sagði ósatt í kastljósviðtali: „hvergi talað um fullnægingu“

frettinInnlent, Skólamál3 Comments

Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri Menntamálastofnunar sat undir svörum hjá Baldvini Þór Bergssyni í Kastljósi í gærkvöld, þar var rætt var um nýútgefna bók á vegum stofnunarinnar um kynlífsfræðslu 7-10 ára barna í öðrum til fimmta bekk grunnskólanna.

Þórdís segir að kannski ekki allar blaðsíðurnar henti öllum árgöngum, það sé meira kennara og foreldra að meta hvað hentar hverju sinni. Ekki er þó ljóst hvernig það ætti að vera framkvæmt.

Bókin hefur valdið töluverðri úlfúð og þykir fara yfir öll velsæmismörk, og vilja sumir meina að verið sé að „normalisera“ barnagirnd í bókinni. Í bókinni er börnum m.a. kennt að vera „sexí“ og sjálfsfróun er lýst sem unaði.

Í bókinni er því lýst hvernig mjúkleg snerting á endaþarmsopi geti veitt börnum unað, og þau hvött til að fitla við kynfæri sín, sem geti verið notalegt og kitlandi.

Baldvin spyr Þórdísi Jónu hvort verið sé að kenna börnum sjálfsfróun í bókinni. Þórdís segir svo ekki vera og segist ekki geta séð það á myndum eða texta að það sé verið að kenna sjálfsfróun, og hvergi sé talað um fullnægingu.

Þessi ummæli forstjórans stangast þó á við efni bókarinnar sem Fréttin hefur fjallað um að undanförnu, forstjórinn virðist því segja ósatt eða hefur ekki lesið bókina.

Á bls. 106 og 107 er sérstaklega fjallað um sjálfsfróun bæði myndrænt og í texta og segir þar að „sjálfsfróun veiti notalega og kitlandi þægindatilfinningu.“

Þórdís segir að bókin sé til að hjálpa börnunum að skilja sinn eigin líkama og átta sig betur á hvernig snerting er, betra sé að þau kynnist þessu í gegnum skólann en á samfélagsmiðlum.

Þórdís Jóna hefur ekki viljað svara fyrirspurnum varðandi viðtalið eða efni bókarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Klippu úr viðtalinu má sjá hér neðar.

3 Comments on “Forstjóri Menntamálastofnunar sagði ósatt í kastljósviðtali: „hvergi talað um fullnægingu“”

  1. Þetta er óverjanlegt, er það ekki orðið ljóst að öfga vinstrið í dag er valdur af hnignun samfélagsins?
    Við sem höldum í Kristnu gildin okkar, tala sennilega fyrir Múslima líka, munum aldrei samþykkja þetta. Foreldrar berjið í borðið og vaknið, nú þegar verið er að handtaka og uppræta barnaníðinga og níðings hringi þá kemur þetta og virðist ekki vera nein tilviljun. Verið er að reyna að normalisera barnagirnd þar sem margir af þeim eru sekir innan þessara ólýðræðilega kjörnu stofnana, þetta er allt í boði algerlega óhæfs forsætisráðherra sem virðist frekar vinna fyrir ólýðræðislega kjörnar stofnanir út í heimi heldur en að verja hagsmuni þjóðarinnar. WHO, WEF, UN öll þessi samtök hafa eitt markmið og er þeim markmiðum reynt að ná með áróðri og falsvísindum. Ekki skrýtið að allir þessir falsvísindamenn og dómsdagsspámenn hafi hrökklast af twitter (X) eftir að Elon tók við og raunverulegu vísindamennirnir tóku yfir umræðuna.

  2. Hérna er gott dæmi um það sem á venjulegum vinnustað heitir að mæta óundirbúinn á fund.

Skildu eftir skilaboð