Skóla- og frístundasvið sendir út staðlað svar fyrir skólastjórnendur og undirmenn þeirra vegna umdeildrar barnabókar

frettinInnlent, Skólamál2 Comments

Skóla- og frístundasvið hefur sent tilbúið staðlað svar til allra skólastjórnenda í Reykjavík. Í póstinum er gefið fyrirmæli um að öllum þeim sem berast fyrirspurnir vegna umdeildrar kynlífsfræðslubókar ungra barna á vegum Menntamálastofnunnar, skulu svara með sama staðlaða svarinu. Í svarinu er m.a. vísað til laga, reglugerða og alþjóðasamninga. Skólastjórnendum er því óheimilt að svara fyrirspurnum t.d. foreldra eða aðstandenda á annan hátt en kemur fram í póstinum.

Tekið er sérstaklega fram að pósturinn eigi ekki erindi til fjölmiðla. Bréfið hefur hins vegar gengið manna á milli víða um Internetið, og má sjá hér neðar.

Í bréfinu stendur að pósturinn sé sendur til fagstjóra, skólastjóra, og aðstoðarskólastjóra í grunnskólum, leikskólastjóra, og fagstjóra í leikskólum, framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva, deildarstjóra, forstöðumenn og aðstoðarforstöðumenn í frístundaheimilum og félagsmiðstöðum og stjórnenda skólahljómsveita.

Bréfið var sent út af skóla- og frístundasviði, eftir að heit umræða hefur skapast í samfélaginu vegna útgáfu bókarinnar.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs.

Hér neðar má sjá fyrirspurn sem foreldri sendi til til skólastjóra og staðlaða svarið:

Góðan dag,

Ég er foreldri barna í 1.bekk og 3.bekk í skólanum og ég hef fengið upplýsingar undanfarið sem veldur því að ég vil spyrja þig fyrir hönd skólans að nokkrum spurningum því ég veit að Reykjavíkurborg hefur samið við samtökin 78 um fræðslu í skólum borgarinnar :

 1. Hvaða fræðsluefni eru samtökin 78 að miðla til barnanna og get ég fengið að skoða það?
 2. Hefur þetta fræðsluefni verið yfirfarið af menntamálaráðuneytinu sem og stjórn og kennurum skólans?
 3. Hver eða hverjir munu kenna börnunum þetta fræðsluefni og hafa þessir aðilar kennsluréttindi ?
 4. Hvenær og hvar mun þessi fræðsla fara fram ?
 5. Mun skólinn láta foreldra vita af því fyrirfram og gefa valkost á að börn þeirra mæti ekki í þessa fræðslu ef þess er óskað ?
 6. Afhverju er einu lífsskoðunarfélagi (samtökunum 78) hleypt inní skólana í borginni þegar öðru lífsskoðunarfélagi var úthýst (Þjóðkirkjunni)

Í ljósi þess að nú er einnig komin upp sú staða hjá borginni að einstaklingur getur flokkað sig sem konu/karl án þess að hafa farið í kynleiðréttingu og mega samt fara í búningsklefa með hinu kyninu, velti ég því fyrir mér hvernig skólinn tryggir öryggi barna þegar þau fara í skólasund t.d ef dóttir mín er í skólasundi og það er karlmaður að afklæðast í klefanum, er einhver til staðar til að tryggja öryggi barnanna ?

Mér þætti vænt um að fá skrifleg svör við þessum spurningum og leyfi til að deila þeim svörum með öðrum áhyggjufullum foreldrum í skólanum.

Svar skólastjórans:

Sæl XXXXX,

„Samkvæmt íslenskum lögum, aðalnámskrá grunnskóla, samþykktum þingsályktunum og alþjóðlegum samningum eru íslensk stjórnvöld skuldbundin því að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það fellur m.a. kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni, ofbeldisforvarnir og fræðsla um fordóma og mismunun. Það þýðir að nemendur eiga rétt á fá slíka fræðslu og að hafa gott aðgengi að upplýsingum sem málefnin varða. Að gefnu tilefni er vert að minna á að á Íslandi eru lög um kynrænt sjálfræði nr.80 (2019) og kveða þau lög á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða lögin þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á eftirfarandi:

 • Lög um ráðgjöf um fræðslu varðandi kynlíf og barneignir nr.25 (1975)
 • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150 (2020)
 • Aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013)
 • Þingsályktun 35/149 (2019) Aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess
 • Þingsályktun 37/150 (2020) Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi
 • Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi nr.210 (2011)
 • Lög um kynrænt sjálfræði nr.80 (2019)"

Mikil reiði ríkir meðal foreldra vegna viðbragðanna og segja þau að um sé að ræða aumkunarverða tilraun til undanskots og svarið sé gaslýsing. Svarið sé óboðlegt þegar um eðlilegar spurningar sé að ræða, og foreldrar eigi rétt á að vita um allt er kemur að kennsluefni barna þeirra.

Frosti Logason fór vel yfir málið í Harmageddon á Brotkast í vikunni. Fréttin mælir með áskrift á þeim hárbeittu og sjóðheitu þáttum, ásamt fleira góðu efni, fyrir aðeins 1690 kr. á mánuði, gerast áskrifandi hér.

Hægt að sjá þáttinn í fullri lengd hér, klippu þar sem Frosti fer yfir málið má sjá hér neðar:

2 Comments on “Skóla- og frístundasvið sendir út staðlað svar fyrir skólastjórnendur og undirmenn þeirra vegna umdeildrar barnabókar”

 1. Er ekki til eitthvað apparat sem heitir ,,Heimili og Skóli“ og er samvinnuvettvangur foreldra og kennara?

  Hvað finnst ,,Heimili og Skóla“ um þessa stöðluðu svarleysu við einföldum, sjálfsögðum og ærlegum spurningum sem varða – jú, einmitt – heimili og skóla?

 2. Staðlað svar? Eins og það breyti e-u? Sýnir að þau eru útí horni og geta engu svarað, enda óverjanlegur viðbjóður og aðför að sakleysi barnanna okkar. Þessum myndum er ekki beint að unglingum heldur börnum. Börnum! Megi dómur Guðs koma yfir þá sem ábyrgir eru.

  Luke 17:1-3

  Jesus said to his disciples: “Things that cause people to stumble are bound to come, but woe to anyone through whom they come. 2 It would be better for them to be thrown into the sea with a millstone tied around their neck than to cause one of these little ones to stumble. 3 So watch yourselves.

Skildu eftir skilaboð