Facebook bannar myndir úr barnabók Menntamálastofnunar: flokkað sem klámfengið efni

frettinErlent, Innlent, SkólamálLeave a Comment

Samskiptamiðillinn Facebook hefur nú brugðist við myndbirtingum sem margir hafa deilt á samskiptamiðlinum, úr efni kynlífsfræðslubókar fyrir 7-10 ára börn.

Samskiptamiðillinn flokkar efnið klámfengið og því ekki ætlað börnum, notendur sem hafa deilt efni úr bókinni, fengið aðvörun og lokað hefur verið fyrir myndbirtingarnar sem eru nú engum sjáanlegar.

Fréttin.is lenti í álíka máli, en í síðustu viku deildi miðillinn frétt um BDSM í skólum, við hæfi þótt að setja opinbera mynd sem sýnir borgarstjórann Dag. B. Eggertsson á mynd með BDSM meðlimum á hinsegin dögum Reykjavík, myndin er samsett af Visir.is

Facebook flokkaði myndina sem klámfengna og hefur Fréttin.is átt í vandræðum með að virkja aðgangs eins stjórnanda aftur og ekki er víst að hann verði virkur aftur, málið er í skoðun hjá samskiptamiðlinum.

Það er því heldur kaldhæðnislegt að fræðsluefni sem ætlað er grunnskólum á Íslandi sé bannað með öllu og flokkað sem klámfengið.

Facebook virðist því vera með hærri siðferðisþröskuld en Menntamálastofnun og grunnskólar Reykjavíkur.

Skjáskot af banni miðilsins má sjá hér:

Facebook bannar myndefni bókarinnar og merkir sem klámfengið.

Fréttin býður nú svars, hvort stjórnandinn fái aftur inngöngu á samskiptamiðilinn.

Skildu eftir skilaboð