Læknar viðurkenna að þeir geti ekki greint Covid frá ofnæmi eða kvefi

frettinCOVID-19, ErlentLeave a Comment

Það verður sífellt erfiðara að greina Covid sjúklinga frá þeim sem þjást af ofnæmi eða kvef, segja bandarískir læknar.

Algengustu einkenni vírusins eru nú hálsbólga, hnerri eða kvef, sömu einkenni sem stafa af RS vírus, astma eða frjókornaofnæmi.

Til samanburðar, á fyrstu stigum heimsfaraldursins, þegar vírusinn var hvað öflugastur voru algeng einkenni eins og þurr hósti og tap á lyktar- eða bragðskyni.

Dr. Erick Eiting, varaformaður bráðalækninga við Mount Sinai, New York borg, segir að nánast hver einasti Covid sjúklingur á sjúkrahúsinu í augnablikinu sé með væg einkenni og ekki sé hægt að greina Covid frá öðrum kvefvírusum eða ofnæmum.

Opinber gögn sýna að sjúkrahúsinnlagnir vegna Covid hækkuðu örlítið á landsvísu og hafa hækkað um tæp níu prósent í síðustu viku til eða 2. september. Alls eru nú 18.800 manns lagðir inn með Covid í hverri viku, sem jafngildir 2.700 á dag.

Dailymail greinir frá.

Skildu eftir skilaboð