Páll greinir frá 1550 uppflettingum í sjúkraskrá LSH eftir byrlunina: „fólk á listanum tengist blaðamönnum“

frettinInnlent, ViðtalLeave a Comment

Páll Steingrímsson skipstjóri, segir frá því í viðtali við Reyni Traustason hjá Mannlíf, að  það liggi fyrir að síminn hafi verið afritaður í húsakynnum RÚV við Efstaleiti. Fréttir upp úr þeim gögnum sem finna mátti í símanum voru í framhaldi skrifaðar á Kjarnann og Stundina.

Páll telur að fyrrverandi eiginkona hans hafi byrlað honum, stolið svo af honum símanum og komið í hendur aðila á RÚV sem lét afrita hann.

Viðurkenndi verknaðinn

Fyrrverandi eiginkona Páls viðurkenndi verknaðinn við yfirheyrslu hjá lögreglu, en lögmaðurinn Lára V. Júlíusdóttir hafi stöðvað hana í miðri játningu og farið með hana afsíðis. Eftir það hafi konan ekki vilja tjá sig um meir um málið eða játninguna. Páll gerir athugasemdir við vinnubrögð Láru, og segir að lögmenn eigi ekki að hafa áhrif á yfirheyrslur með þeim hætti að geti skaðað rannsóknina.

Páll greinir einnig frá því að Grímur Atlason formaður geðhjálpar, hafi sent honum tölvupóst á þann veg að hann væri búin að panta tíma hjá geðlækni fyrir hann. Páll undraðist tölvupóstinn frá formanni geðhjálpar, því hann þekkir Grím ekki persónulega og aldrei hitt hann. Grímur vildi svo meina að pósturinn hafi farið á rangan Pál, eftir að Páll svaraði tölvupóstinum. Grímur hefur þó aldrei sent Páli áður skilaboð.

Páll greinir frá því að í apríl síðastliðnum hafi RÚV keypt Samsung símtæki sem er sömu gerðar og Páls, og einnig keypt númer sem er það sama og Páls nema síðasti stafurinn. Páll telur þetta sennilega skipulagt með þeim hætti að ef einhver færi að rannsaka málið, þá eru síðustu tvær tölur faldar á símareikningnum og myndi því villa um fyrir rannsakanda, og líta út eins og Páll hafi hringt.

Fjórir blaðamenn eru með stöðu sakbornings í sakamálinu og er beðið gagna frá Google sem eiga að varpa frekara ljósi á málið, aðallega hvort um hafi verið að ræða samskipti við þann sem stal símanum áður en brotið var framið.

1550 uppflettingar í sjúkraskrá

Páll greinir frá því að frá því að eftir hann veiktist þessa nótt og endað á spítalanum, þá hafi komið í ljós að sjúkraskýrslu hans hafi verið flett upp yfir 1550 sinnum af 76 aðilum í sjúkráskrá Landspítalans. „Þarna er fólk á þessum lista sem tengis blaðamönnunum,“ segir Páll.

Aðspurður hvað fólk sé að þvælast inn á sjúkraskrá hans eins og umferðarmiðstöð, segist Páll ekki hafa svar við því, það sé Landlæknis að svara því og lögmaður hans Eva Hauksdóttir, sé um þessar mundir að undirbúa kæru til embættisins vegna málsins.

Lögmaður Páls telur uppflettingarnar mjög óeðlilegar og aldrei séð aðra eins umferð á eina sjúkraskrá, ekki einu sinni já langveikum skjólstæðingum með langa og mikla sjúkrasögu.

Fréttin hefur nú sent fyrirspurn varðandi öryggi sjúkraskráa sem flestir telja heyra undir persónuverndarlög, því þarna eru mjög viðkvæmar persónuupplýsingar sem enginn nema læknar ættu að hafa aðgang að, hefðu flestir talið. Miðað við ummæli Páls þá virðist frjálslega farið með einkamál fólks þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

Frosti Logason fór vel yfir málið í þætti sínum á Brotkast og má sjá hér. Viðtalið í heild sinni var birt á DV og klippu úr því þar sem ofangreint kemur fram má sjá hér neðar.


Skildu eftir skilaboð