Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fv. ráðherra og formaður Miðflokksins, segir að ákvörðun félagsmálaráðherra um að skikka sveitarfélög til að halda áfram að þjónusta hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun er hreint galin, og málið hljóti að hafa verið rætt í ríkisstjórn.
Sigmundur greinir frá þeim gríðarlega útgjaldakostnaði ríkissjóðs í málaflokknum og að ríkisstjórnin geri sér enga grein fyrir eðli og umfangi vandans.
„Fyrst fá umsækjendur húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngur, fjárstyrki osfrv. á kostnað ríkisins. Einnig túlkaaðstoð og sérstkan lögfræðimenntaðan talsmann. Þegar búið er að nýta allar áfrýjunar- og tafaleiðir, eftir t.d. þrjú ár, og loks kemur niðurstaða um að viðkomandi hafi aldrei átt rétt á hæli þá býður ríkið upp á aðstoð við heimferð, borgar flugið og veitir viðkomandi umtalsverðan fjárstyrk til að nýta á áfangastað,“ segir Sigmundur
Pistillinn í heild sinni:
Ákvörðun félagsmálaráðherra (sem hlýtur að hafa verið rædd í ríkisstjórn) um að skikka sveitarfélög til að halda áfram að þjónusta hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun er hreint galin!
Við vissum að málaflokkurinn væri stjórnlaus og að ríkisstjórnin gerði sér enga grein fyrir eðli og umfangi vandans (þrátt fyrir tilfallandi athugasemdir um annað).
En með ákvörðun ráðherrans er í raun verið að segja að enginn sem kemur til landsins, löglega eða ólöglega, og sækir um hæli þurfi nokkurn tímann að fara.
Fyrst fá umsækjendur húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngur, fjárstyrki osfrv. á kostnað ríkisins. Einnig túlkaaðstoð og sérstkan lögfræðimenntaðan talsmann. Þegar búið er að nýta allar áfrýjunar- og tafaleiðir, eftir t.d. þrjú ár, og loks kemur niðurstaða um að viðkomandi hafi aldrei átt rétt á hæli þá býður ríkið upp á aðstoð við heimferð, borgar flugið og veitir viðkomandi umtalsverðan fjárstyrk til að nýta á áfangastað.
Nýju reglurnar þýða að ef fólkið þiggur þetta ekki og neitar að fara þá fær það að dveiljast hér áfram, þjónustað af sveitarfélögunum (með greiðslum frá ríkinu).
Ríkisstjórnin var áður búin að koma Íslandi rækilega á kortið hjá glæpagengjunum sem skipuleggja og selja ferðir til Evrópu.
Breytingarnar gera Ísland að enn betri söluvöru fyrir þessa aðila. Ekki hvað síst nú þegar nágrannalöndin eru öll að fara í þveröfuga átt.
Stjórnvöld eru algjörlega búin að gefast upp frammi fyrir vandanum sem þýðir að hann mun áfram stækka og stækka.
Með þessu færist málaflokkurinn úr stjórnleysi í kaos.
4 Comments on “Segir ríkisstjórnina búna að koma Íslandi rækilega á kortið hjá glæpagengjum”
Sama mass psychosis og var í kring um Sprauturnar. Tribal. Hegelian dialectic. Karl Jung.
https://duckduckgo.com/?q=karl+Jung+mass+psychosis&t=newext&atb=v314-1&ia=web
https://academyofideas.com/2021/02/mass-psychosis-greatest-threat-to-humanity/
Mig hefur alltaf langað að sækja um hæli í Mið-Afríkulýðveldinu.
Katrín og co. gera þetta að ásettu ráði. Ísland skal vera fjölmenningarríki, og helst Íslendingar í miklum minnihluta. Og Katrín vill að fóstur megi drepa fram að degi fyrir fæðingu, og kenna skal smábörnum um trans og allt um perrakynlíf.
Sigmundur sjálfur tók þátt í því að leifa einum stærsta glæpahund veraldarinna að tala á alþingi íslendinga í fyrra vor svo hann er ekki saklausari enn aðrir af þessu.