Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, hafa lýst yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael.
Varnarmálaráðherrann segir að Hamas-samtökin hafi hafið stríð gegn Ísrael með flugskeytaárásum sem áttu sér stað í nótt. Mohammed Deif, leiðtogi innan Hamas-samtakanna, segir að fimm þúsund flugskeytum hafi verið skotið frá Gasasvæðinu.
Að minnsta kosti 100 eru eru látnir og hundruðir eru særðir, hefur the Guardian eftir Israel’s Channel 12 fréttamiðlinum. Flugskeytunum var skotið frá nokkrum stöðum á Gasa.
Fréttastofur greina frá því að Ísrael hafi þegar hafið gagnsókn með loftárásum á Gasasvæðið.
Þá geisa skotbardagar milli ísraelskra og palestínskra hersveita nú á ýmsum stöðum í suðurhluta Ísrael.
„Hermenn berjast gegn óvininum á öllum stöðum,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, í yfirlýsingu. Hann sagði Hamas-samtökin hafa gert „alvarleg mistök“ og lýsti því yfir að Ísrael myndi vinna stríðið.
„Við eigum í stríði,“ lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, yfir fyrir skömmu. Hann sagði óvininn eiga eftir að gjalda fyrir árásirnar.
Prime Minister Benjamin Netanyahu:
"Citizens of Israel,
We are at war, not in an operation or in rounds, but at war. This morning, Hamas launched a murderous surprise attack against the State of Israel and its citizens. We have been in this since the early morning hours. pic.twitter.com/C7YQUviItR— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 7, 2023
Antony Blinken, Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hann segir Bandaríkin fordæma skelfilegar árásir Hamas hryðjuverkamanna gegn Ísrael. Við stöndum með stjórnvöldum og Ísraelsfólki og sendum samúð okkar til aðstandenda þeirra sem létust í árásunum.
We unequivocally condemn the appalling attacks by Hamas terrorists against Israel. We stand in solidarity with the government and people of Israel and extend our condolences for the Israeli lives lost in these attacks.
— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) October 7, 2023
One Comment on “Lýsa yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna”
Athyglisverð tímasetning í ljósi þess að Biden losaði um milljarða dollara til Írans fyrir stuttu.