Skorar á verkalýðsleiðtoga að setja undirskriftalista í framkvæmd útaf háum vöxtum

frettinFjármál, Innlent5 Comments

Sigurjón Hafsteinsson, íbúi í Reykjanesbæ, er búinn að fá sig fullsaddan af þeim háu vöxtum sem eru hér á landi. Hann sendir ákall til þingmanna um að standa með heimilum og fjölskyldum í landinu og skorar á verkalýðsleiðtoga að setja undirskriftalista í framkvæmd. Sigurjón leggur til að lækka vexti niður í 3% og að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölunni.

Áskorunin er svohljóðandi:

Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson,  Sólveig Anna Jónsdóttir og Ásthildur Lóa Þórisdóttir.

„Ég skora á ykkur ágæta fólk að setja í framkvæmd undirskriftalista á Ísland.is þess efnis að skora á stjórnvöld að setja lög á Seðlabanka Íslands, festa vexti í 3% og að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölunni. Persónulega finnst mér ofl fólki það komi sterkast út og við munum ná til flestra ef þetta væri vel auglýst og þá í nafni Forystu Verkalýðsins og Hagsmunasamtaka Heimilanna, hugsið ykkur ef við náum 100.000-150.000 undirskriftum hvort það hafi ekki áhrif og risti inn að hjartarótum þingmanna á Austurvelli, hvað finnst ykkur?“ 

Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Vilhjálmur Birgisson, og Ásthildur Lóa Þórisdóttir.

Sigurjón skrifaði einnig pistil í Morgunblaðið þann 3. október, þar sem hann skorar á formann Hagsmunasamtaka heimilanna, sem einnig er alþingismaður Flokks fólksins og er eftirfarandi:

Skorar á formann Hagsmunasamtaka heimilanna

„Ég skora á þig, ágæti þingmaður, að fá þingflokkinn þinn sem og aðra kjörna fulltrúa Alþingis sem hafa áhuga á að sýna vilja og samúð í verki að standa með heimilunum og fjölskyldunum í landinu. Fá þetta ágæta fólk með þér í lið að leggja fram frumvarp um að setja lög á Seðlabanka Íslands, festa vexti í 3% og láta bara á það reyna hvaða þingmenn setja sig gegn slíkum björgunarhring fyrir heimilin og fjölskyldurnar.

Mín skoðun, með fullri virðingu fyrir öllu þessu ágæta fólki inni á Alþingi Íslendinga, er einföld: Hlustið á gagnrýni fólksins, umbjóðenda ykkar. Minna tal, meiri efndir. Þá líka sjáum við hvaða samvisku þingmenn sem kjörnir eru inn á Alþingi Íslendinga hafa að geyma og fyrir hvern þeir eru að vinna.

Sömu orð og viðhöfð hafa verið hér að ofan eiga líka við okkar ágætu verkalýðsforystu, hún má vera mun sýnilegri og þar þarf að ríkja meiri samstaða en raun ber vitni.

Trúverðugleiki allra þessara persóna og leikenda fer minnkandi meðan enginn þorir að stíga fram og boða alvöruaðgerðir fyrir fólkið í landinu, heimilin og fjölskyldurnar.

Ég skora á almenning að lesa grein Vilhjálms Bjarnasonar í Mbl. 22. sept. sl. Sú grein skaut vel í mark og segir í raun allt sem segja þarf um máttlausa verkalýðsforystu og veruleikaskerta þingmenn.

Svör þingmanna einkenni uppgjafar

Að lokum vil ég nefna sérstaklega að mér sárnar það mjög, sem þegni þessa lands, þegar þingmenn eða aðrir fullyrða að það sé ekki hægt að láta reyna á eitthvað sem aldrei hefur reynt á áður í þinginu, samanber lög á Seðlabanka Íslands með að festa vexti í 3% eða taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Slík svör eru ekkert annað en viss uppgjöf í mínum bókum. Það sjá það allir að ef það er ekki gert er um tapað spil að ræða fyrir lántakendur, heimilin og fjölskyldurnar, fólkið með rándýru húsnæðislánin.

Ef þetta er ekki það sem koma skal frá þingmönnum á Austurvelli þá er ráð fyrir þjóðina að krefjast þjóðaratkvæðis um ofangreint, nokkuð sem aldrei hefur verið reynt áður. Þar komum við að Hagsmunasamtökum heimilanna og forystu verkalýðsins að setja upp undirskriftalista inni á Ísland.is þess efnis að skora á ríkisstjórn Íslands að setja umrædd lög á Seðlabankann og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. #EkkiGeraEkkiNeitt segja bankar og lánastofnannir, eigum við ekki sem lántakendur að gera þeirra orð að okkar og beina þeirra áskorunum aftur til föðurhúsanna!

Ákall heimila og fjölskyldna er alveg skýrt: Andskotist nú til að taka þetta til ykkar sem eigið og gerið eitthvað af viti sem stoppar þessa sjálftöku sem á sér stað gagnvart heimilum og fjölskyldum landsmanna, því með sama áframhaldi er stefnan beint niður á við í annað allsherjarhrun, nokkuð sem væri gleðistund fyrir vogunarsjóði og hrægamma.

Gjör rétt – þol ei órétt eru orð sem kjörnir fulltrúar eiga alltaf að fara eftir í störfum fyrir þjóðina,“ skrifar Sigurjón.

Eru lífeyrisjóðirnir tilbúnir að kaupa eignasöfn Heimstaden?

Sigurjón veltir einnig fyrir sér hvort lífeyrisjóðirnir okkar séu tilbúnir að versla þessi eignasöfn Heimstaden á Ásbrú Reykjanesbæ og leigja það til sinna félagsmanna, og spyr sig hvort það ekki góð fjárfesting til framtíðar litið fyrir okkar sameiginlegu sjóði. Vissulega þyrfti leigan að vera sanngjörn en um leið samkeppnishæf við aðra leigumiðlara.

En eftirá að hyggja þá er svo sem alveg sama hvernig við hugsum þetta, dæmið mun aldrei ganga upp hjá leigjendum- heimilinum og fjölskyldunum með dýru fasteignalánin nema að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölunni og vextir Seðlabankans festir í þetta 3-4% notaben ef þetta verður ekki gert verður hér annað hrun, heimilin eru fyrir löngu kominn á þolmörk og hrægammar og vogunarsjóðir bíða spenntir á kantinum eftir stóru brunaútsölunni.

Úr myndasafni Heimstaden.

Nú er lag fyrir forystu verkalýðsins að krefja stjórnvöld um ofangreindar kröfur ella verða hér alsherjaverkföll boðuð og landið lamað. Verum þess minnug ágæta forysta Así launamaðurinn græðir ekki neitt á krónu eða prósentuhækkun launa meðan lán hækka upp úr öllu valdi og fjölskyldan á beinni leið á götuna.

Sigurjón segir að tveir þingmenn hafi sagt honum að grein hans í mbl.is um þessi mál fór eins og eldur í sinu á veraldarvefnum, og að Seðlabankinn væri óháð stofnun en báðir þingmennirnir viðurkenndu líka að vissulega nái lög yfir bankann þannig að það liggi ljóst fyrir, en þá komum við að löggjafanum Alþingi sem hefur það í hendi sér að gera breytingar á Seðlabankanum, þ.e.a.s. ef vilji er fyrir slíku hjá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Orrustan um heimili landsmanna er á næsta leiti og nú þarf að boða til samstöðumótmæla, setja í framkvæmd undirskriftalista á Ísland.is um ofangreindar kröfur og það er í verkahring forystu verkalýðsins og hagsmunasamtaka heimilanna að koma slíku í verk, segir Sigrurjón að lokum.

5 Comments on “Skorar á verkalýðsleiðtoga að setja undirskriftalista í framkvæmd útaf háum vöxtum”

 1. Þurfa ekki ÖLL verkalíðsfélög á landinu að vera með í þessu

 2. Það þarf að steypa þessum spillingar öflum af stóli!
  Kerfið á Íslandi er rotið og það verður að byrja þar, allt kerfið mótast af þessum anskotans örgjaldmiðli sem svona heimakærir hundar eins og Björn Bjarnason vilja halda í til að þjóna honum og hans vinum.

 3. Ari. Kerfið á Íslandi er í megindráttum það sama og annars staðar. Örgjaldmiðill í hendi er betri en gjaldmiðill í annarra höndum.

 4. Þetta er rangt hjá þér Trumpet.

  Það þarf að fast tengja þennan krónu-skeinipappír við annan stóran gjaldmiðil, það myndi þjóna samfélaginu í heild sinni enn ekki bara þessum spillingaröflum.

  Í öðrum löndum er kerfið byggt upp fyrir samfélagið, á Íslandi er samfélagið mjólkað af kerfinu til að þjóna fámennum hópi sem er búin að slá eign sinni á öll verðmæti í landinu.

  Enn miðað við það sem ég hef upplifað frá hrunárunum, þá munu þessir hlutir aldrei gerast nema með valdaráni í landinu, Það þarf að steypa þessu þjófahyski af stóli!

 5. Ari

  Í öðrum löndum er kerfið byggt upp fyrir samfélagið, á Íslandi er samfélagið mjólkað af kerfinu til að þjóna fámennum hópi sem er búin að slá eign sinni á öll verðmæti í landinu.

  Sorry en þetta er rangt hjá þér, þetta er svona í flestum löndum eins og er á Íslandi

Skildu eftir skilaboð