Suzanne Somers er látin 76 ára að aldri

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Leikkonan Suzanne Somers er látin 76 ára að aldri. Somers er þekktust fyrir hlutverk sín í Three's Company og Step by Step.

Somers lést á sunnudagsmorgun, staðfestir Peoples Magazine. Hún hefði orðið 77 ára í gær daginn eftir andlátið.

Suzanne Somers lést friðsamlega á heimili sínu snemma morguns 15. október. Hún glímdi við brjóstakrabbamein í meira en 23 ár“ skrifaði R. Couri Hay, vinkona Somers til margra ára, í yfirlýsingu sem hún sendi út fyrir hönd fjölskyldunnar.

Í yfirlýsingunni segir að Suzanne hafi látist í faðmi eiginmanns síns Alan, ásamt syni hennar Bruce og nánustu fjölskyldu.

Fjölskylda hennar var samankomin til að fagna 77 ára afmæli hennar þann 16. október. Þess í stað munu þau fagna stórbrotnu lífi leikkonunnar og vilja þakka milljónum aðdáenda hennar og fylgjenda sem elskuðu sem að dáðu hana víða um heiminn.

Skildu eftir skilaboð