Páll Vilhjálmsson skrifar:
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri telur sig ekki njóta stuðnings stjórnar RÚV. Stjórnin ræður útvarpsstjóra til fimm ára. Ráðningartími Stefáns rennur út eftir hálft annað ár. Ekki er víst að Stefán sitji svo lengi.
Stefán tilkynnti fyrirhugð starfslok á RÚV í útvarpsþætti á Bylgjunni. ,,Ég er að hugsa um að hætta," segir Stefán í viðtalinu en tekur fram að hann hafi ekki rætt málið við stjórn RÚV.
Viðtalið á Bylgjunni er án tilefnis, kemur upp úr þurru án tengsla við fréttamál. Útvarpsstjóri gæti hafa pantað tíma hjá samkeppnisaðila til að koma á framfæri að hann hygðist hætta. Þáttastjórnandi Bylgjunnar hafði ekki munað, án undirbúnings, að ráðningatími Stefáns rynni út eftir 18 mánuði.
Hvað kemur til að Stefán vill láta það fréttast að hann íhugi starfslok?
Stefán varð fyrir álitshnekki á stjórnarfundi RÚV 27. september síðast liðinn. Tvö mál, sem útvarpsstjóri setti ekki á dagskrá, voru tekin fyrir undir dagskrárliðnum ,,önnur mál."
Fyrra málið, skattsvik Sigríðar Daggar fréttamanns, hefur tilfallandi bloggað um. Útvarpsstjóri reyndi að þagga málið niður, vildi ekki hafa það á dagskrá fundarins. Ónafngreindur stjórnarmaður tók mál Sigríðar Daggar upp að eigin frumkvæði.
Seinna málið, sem útvarpsstjóri setti ekki á dagskrá, er lögbrot fréttamanna RÚV sem mynduðu einkalóð á leyfis viðkomandi. Tilefnið var frétt um blóðmerarhald. Stefán hafði ekki fyrir því að kynna sér málið, segir í fundargerð.
Í báðum tilvikum er neyðarlegt fyrir útvarpsstjóra að svara fyrir alvarleg mál á fréttastofu RÚV undir liðnum ,,önnur mál." Ef Stefán væri með puttann á púlsinum hefði hann sjálfur sett málin á dagskrá, t.d. undir liðnum ,,minnispunktar útvarpsstjóra." En útvarpsstjóri er æ meira úti á þekju í umræðunni.
Til að ekkert færi á milli mála að traust á útvarpsstjóra færi ört þverrandi lét varaformaður stjórnar RÚV, Ingvar Smári Birgisson (ISB) bóka eftirfarandi í fundargerðina:
ISB árétti mikilvægi þess að fréttastofa starfi í samræmi við lög og virði friðhelgi borgaranna í hvívetna.
Eiturpillunni er beint að fréttastofu RÚV sem er bendluð við alvarlega glæpi, byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Hvorugt er í samræmi við lög, eins og nærri má geta, og í báðum tilfellum er brotið á friðhelgi einkalífs. Byrlun er líkamsárás ef ekki morðtilraun. Lögreglurannsókn stendur yfir.
Stefán útvarpsstjóri hefur ekkert gert til að upplýsa aðkomu fréttastofu að málinu. Síminn sem notaður var til að afrita innihald stolins síma skipstjórans var keyptur af fréttastofu RÚV áður en byrlun og stuldur fóru fram. Stefán gerði ekkert meira en að benda á Þóru Arnórsdóttur þegar upp komst. Líkt og útvarpsstjóra kæmi ekki við að fréttastofa undir hans stjórn og ábyrgð eigi hlut að alvarlegri glæpastarfsemi.
Þrír fréttamenn hafa látið af störfum án skýringa: Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan fréttamaður og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks. Nöfn allra þriggja koma fyrir í málsskjölum lögreglu og Þóra er sakborningur að auki.
Fjórða grein siðareglna RÚV, sem Stefán skrifaði sjálfur í fyrra, er með fyrirsögnina Heilindi og hljóðar svona:
Starfsfólk Ríkisútvarpsins rækir störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika. Starfsfólk Ríkisútvarpsins forðast að kasta rýrð á Ríkisútvarpið eða skaða ímynd þess og traust með framkomu sinni.
Það er ekki ábyrgð, heilindi og heiðarleiki að sópa alvarlegum afbrotum undir teppið og láta eins og ekkert hafi í skorist.
Klukkan á Glæpaleiti glymur Stefáni útvarpsstjóra.
3 Comments on “Eitruð pilla í fundargerð – Stefán hættir á RÚV”
Hvað með að fela fyrir þjóðinni að covidsprautan væri að drepa fólk og eyðileggja?
Drepið alla fréttamenn sem koma upp um spillingu🥶
Sorglegt ef rétt er