Hrottaskapur í Gufunesi

frettinInnlent1 Comment

Einbeitt valdníðsla og kúgun í fimm ár í boði borgarstjóra Dags B. Eggertssonar.

Reykjavíkurborg hefur með einbeittum brotavilja og klækjabrögðum reynt að hrekja fyrirtækið Loftkastalann úr Gufunesi í stað þess að taka á eigin mistökum og lagfæra það sem misfórst við uppbyggingu svæðisins, þrátt fyrir að viðurkennt sé tvisvar í borgarráði að Loftkastalinn geti ekki nýtt byggingarétt sinn.

Kaupsamninga við Loftkastalann ehf. má sjá hér og hér.

Í staðfestu deiliskipulagi fyrsta áfanga Gufuness er ekki gert ráð fyrir landslagsbreytingum.  Landslagsbreytingar voru hinsvegar faldar í framkæmdaleyfi gatna. Loftkastalinn benti framkvæmdaraðila á villur strax í upphafi fyrstu gatnagerðar, og Dagur B. Eggertsson lofaði að skoða hratt og vel. En ekki var brugðist við og að endingu kærði Loftkastalinn framkvæmdaleyfið til Úrskurðanefndar Umhverfis og auðlindamála (ÚUA). Afleiðingar landslagsbreytinga, eru að lóð Loftkastalans er orðin lægsti punktur í landslagi, þar sem allar nýjar götur hverfisins, eru byggðar hærra. Ástæða þess eru rangar hæðarmælingar í upphafi sem allir vita af, en það má ekki viðurkenna mistök hjá Reykjavíkurborg né upplýsa um það hver ber ábyrgð á þeim vegna kostnaðar.

Lögfræðingur hjá Umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar sendi inn fals gögn:

Harri Ormarsson, lögfræðingur hjá Umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sendi inn fals gögn til ÚUA, gögn með rangri skráningu á landslagi.  Harri Ormarsson blekkti úrskurðanefnd og sendi inn fullyrðingar, um að ekki sé búið að loka fyrir neina aðkomu hjá Loftkastalanum og engin hætta sé á vatnstjóni. Ásamt fleiri fullyrðingum sem ekki eru réttar, þetta olli því að dæmt var borginni í vil.  Hér þurfti þó að rjúfa veg á tveim stöðum svo ekki mundi flæða inn í hús Loftkastalans fyrir nokkru síðan (sjá myndbönd sem útskýra málið).

Enn er hægt að mæla raunverulegt landslag:


Framkvæmdaleyfi gatnagerðar, uppfyllti ekki skilyrði sín, þar sem orðrétt segir: 

samráð skal haft við lóðarhafa sem fengið hafa úthlutað varðandi möguleika á sveigjnaleika með innkeyrslur, aðkomur, gróður í borgarlandi o. fl. sem þarf.”

Björn Axelsson skipulagsfulltrúi telur sig undanþegin skipulagslögum og reglugerðum. Framkvæmd sem uppfyllir ekki skilyrði sín er óleyfisframkvæmd!

Ekkert samráð haft við Loftkastalann

Ekkert samráð var haft við Loftkastalann, eingögnu var samráð við aðra lóðarhafa á svæðinu, s.s. KUKL og GN studio. Engin heimild er í lögum fyrir Reykjavíkurborg að skerða eignir og aðkomurétt  á eigum annarra.

Feluleikurinn er mikill þar sem  fyrirspurnum varðandi þetta mál frá minnihluta borgarstjórnar hefur ekki verið svarað í yfir 3 ár varðandi hæðarsetningu og mælingar í Gufunesi.

Gögn hafa ekki verið afhent af Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, lögfræðingi Reykjavíkurborgar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um afhendingu gagna frá Loftkastalanum og minnihluta borgarstjórnar.

Loftkastalinn hefur gert kröfu í öll þessi ár um efndir svo hægt sé að halda áfram með þá uppbyggingu sem til stóð í upphafi,  sem allar hafa verið hunsaðar. 

Haldið í óvissu í fimm ár

Loftkastalanum hefur verið haldið í óvissu í fimm ár, ekki hefur verið hægt að halda áfram uppbyggingu né hönnun vegna þeirrar óvissu sem hefur skapast af ofangreindu. Þetta hefur skert verulega starfsemi fyritækisins, og ætti borginni að vera það ljóst, enda kemur fram í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar, hvaða starfsemi ætti að vera hér.

Í yfirlýsingu skipulagshönnuðar 25. ágúst 2021 þar sem orðrétt segir:

Rekstrarforsendur Loftkastalans voru frá upphafi skýrar: að geta rennt stórum hlutum hindrunarlaust á milli húsa. Hvað Loftkastalann varðar var vel upplýst af þeirra hálfu, að til stóð að útbúa verkstæði á lóð þeirra m.a. fyrir framleiðslu á og flutning á stærri leikmyndum og byggingarefni. Þá lét Loftkastalinn hanna stækkun á húsum sem fyrir voru og var ráðgert að svipuð gólfhæð yrði á öllum fasteignum lóðarinnar. Aðkoma að núverandi húsum átti að haldast óskert þar sem hægt verður að vera hægt að aka inn í port af Hilmisbási, jafnramt sem aðkoma að bílakjallara var ráðgerð frá Þengilsbási við norðvestur-horn nýju byggingarinnar. Einnig var mikilvægt að núverandi bílastæði og innkeyrslur yrðu nýtt áfram. Þessar teikningar voru m.a. notaðar í kynningarefni á deiliskipulagi svæðisins. Við gerð sniðmynda í deiliskipulagsuppdrætti var gert ráð fyrir að lóð Loftkastalans yrði nokkuð slétt í samræmi við framangreint. Eitthvað hefur farið úrskeiðis því fyrirhugaðir hæðarkótar í landinu umhverfis lóð Loftkastalans eru ekki samræmi við þessar rekstrarforsendur, né eru þeir í samræmi við þá samráðsfundi, né kynningar sem haldnar voru með Loftkastalanum

Ef hlustað hefði verið á ábendingar strax í upphafi, hefði verið hægt að bregðast við og leyðrétta mistök, án umtalsverðum kostnaði, og þá væri búið að byggja hér upp og væri borginni til sóma.

Í stað þess að lagfæra hefur Reykjavíkurborg farið í eineltis- og hefndaraðgerðir gegn eiganda Loftkastalans, sem hafa farið út yfir öll velsæmismörk.  

Auk þess hafa Óli Jón Hertervig, yfirmaður eignasjóðs Reykjavíkur og Helena Rós Sigmarsdóttir, Lögfræðingur,  beitt valdnýðslu og kúgunaraðgerðum, sem er efni í heilan reifara.

Það er mjög alvarlegt þegar stærsta fyrirtæki höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurborg  reynir að grafa undan starfsemi fyrirtækis til að hylma yfir eigin mistök.  Mistök sem eru orðin of kostnaðarsöm til þess að leiðrétta.  Því skorar Loftkastalinn á Reykjavíkurborg til að þess að horfaðst í augu við raunveruleikann og leysa úr þessu málum á sómasamlegan hátt. 

One Comment on “Hrottaskapur í Gufunesi”

  1. Hvet fólk til ađ deila þessu oppinberu valdníđsu sem víđast þar sem mikiđ er lagt í ađ halda þessu frá almeniningi hvernig skipulaginu er stjórnađ fyrir vini og vandamenn

Skildu eftir skilaboð