Almannavarnir gefa út rýmingaráætlun fyrir Grindavíkurbæ

frettinInnlentLeave a Comment

Al­manna­varn­ir hafa gefið út rým­ingaráætl­un fyr­ir Grinda­vík­ur­bæ ef til eld­goss eða stórra jarðskjálfta kem­ur. Skýr­ing­ar­mynd sem fylg­ir með áætl­un­inni út­list­ar flótta­leiðir inn­an­bæjar sem og út úr bæn­um.

Rýmingaráætlunin hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku.

Þar koma fram upp­lýs­ing­ar um helstu stofn­an­ir og söfn­un­ar­miðstöðvar. Flótta­leiðir úr bæn­um eru um Nes­veg, Grind­ar­vík­ur­veg og Suður­strand­ar­veg.

Tekið er fram að ef til rým­ing­ar komi muni koma boð frá Neyðarlín­unni (112). Er íbú­um þá skylt að rýma hús sín. Fólk skuli þá:

  • Ganga frá hús­um sín­um – loka glugg­um, af­tengja raf­magns­tæki og muna eft­ir viðlaga­kass­an­um.
  • Yf­ir­gefa heim­ili sín – Líma skal miða á áber­andi stað að húsið hafi verið yf­ir­gefið.
  • Huga að ná­grönn­um og sam­starfs­fólki ef hægt er.
  • Aka burt með aðgát.
  • Taka upp gang­andi flótta­fólk ef rými er í bif­reiðum.
  • Hlusta á út­varp og fylgj­ast með fjöl­miðlum.
  • Skrá sig í fjölda­hjálp­ar­stöð utan Grinda­vík­ur.
Ekki nauðsyn­legt að koma við í söfn­un­ar­miðstöðinni

Til­kynna á um þörf á aðstoð og slys í síma 112. Sé ekki síma­sam­band skuli hvít veifa sett á hurð eða glugga.

For­eldr­ar eða for­ráðamenn skulu sækja börn sín á leik- og grunn­skóla. Eru þeir hvatt­ir til að sækja þau fót­gang­andi ef aðstæður leyfa.

Fjölda­hjálp­ar­stöðvum verður komið á lagg­irn­ar í Reykja­nes­höll­inni í Reykja­nes­bæ, Kórn­um í Kópa­vogi og Valla­skóla á Sel­fossi.

Söfn­un­ar­miðstöð í Grinda­vík­ur­bæ verður í íþróttamiðstöðinni. Ekki er nauðsyn­legt að koma við þar. Hún er helst ætluð þeim sem þurfa aðstoð við að kom­ast út úr bæn­um.

Brýnt er fyr­ir Grind­vík­ing­um að kynna sér þess­ar upp­lýs­ing­ar vel.

Rým­ingaráætl­un fyr­ir Grinda­vík­ur­bæ

Rýmingaráætlun fyrir Grindavíkurbæ.

Skildu eftir skilaboð