Glamour velur transkonu sem konu ársins 2023

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Transmál5 Comments

Glamour Magazine hefur útnefnt kynskiptri fyrirsætu sem er líffræðilega séð karlkyns, sem „konu ársins 2023“. Tískutímaritið tilnefndi sex konur og filippseysku fyrirsætuna Geenu Rocero sem er transkona, sem „Konur ársins.“ Tilkynnt var um tilnefninguna þann 1. nóvember. Rocero er auk fyrirsætustarfa, aðgerðarsinni fyrir réttindabaráttu transfólks, rithöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Í grein Glamour um Rocero segir:

„Um aldamótin var Rocero boðin ótrúleg aðstoð við umbreytingarmarkmið sín af hálfu San Francisco. Móðir hennar veitti dyggan stuðning í gegnum allt ferlið. Allt frá aðstoð við val á nýju nafni til samvistar við hlið hennar á meðan kynskiptaðgerðin stóð yfir. Með fyrirheiti um breytt líf varð sífellt auðveldara fyrir hana að lifa lífinu án þess að þurfa að ganga með sjálfsmynd sína falda í erminni.”

„Nú, meira en áratug síðar, er Rocero vinsæl fjölmiðlapersóna og baráttukona fyrir réttindi transfólks. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal að verða fyrsti transsendiherra Frú Alheims í Nepal og fyrsti kyrrahafstransinn sem fær tilnefningu Playboy sem „leikfélagi ársins.”Hún hefur einnig talað fyrir transréttindum í Hvíta húsinu, Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og í heimalandi sínu, Filippseyjum.”

Another “women” of the year goes to #GeenaRocero

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem að transkona er valin kona ársins, en transkonan Dylan Mulvaney var einnig valin kona ársins hjá Attitude Magazine í október síðastliðnum.

Dylan Mulvaney valin kona ársins í Október.

5 Comments on “Glamour velur transkonu sem konu ársins 2023”

  1. Transkonur eru líka konur.

    skil ekki af hverju það truflar sumt fólk svona mikið.

  2. Trans er ekki til, þú ert það sem þú fæðist og því verður ekki breytt svo einfallt er það.
    Það á að banna transaðgerðir alveg eins og það á ekki að klóna fólk!

  3. Ef að ég kýs að clona mig hvern djöfullinn kemur þér það við Ari Óskarsson?

  4. Ég veit að það er tilgangslaust að ræða staðreyndir við sjúkt og klikkað fólk, en það eru bara til tvö kyn, afbrigðilegur hugsunargangur breytir því ekki.

  5. Einar Viðarsson, þú getur fjölgað þér á eðlilegan máta með þinni konu, það kemur mér ekkert við.

    það að klóna manneskju er að öllu leiti siðlaust og á aldrei að vera leyft!

    Það er nokkuð ljóst ef þetta yrði leyft að sá hópur sem mun hafa aðgang eða efni á því að láta klóna sig eru peninga elítan og engir aðrir.

    Brynjólfur, það er sennilega margt til í því sem þú ert að segja.

Skildu eftir skilaboð