Hamas í Háskólabíó

frettinInnlent2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Samstöðufundur með Hamas var haldinn í Háskólabíó í gær. Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir fundinum, fyllti salinn og gott betur, samkvæmt fréttum.

Yfirstandandi átakahrina milli Hamas hryðjuverkasamtakanna og Ísraels hófst 7. október. Hamas-liðar stóðu að fjöldamorðum í suðurhluta Ísrael, drápu um 1400 saklausa og tóku yfir 200 gísla.

Hryllileg morð framin með ólýsanlegri grimmd, handan þess sem hægt er að ímynda sér. Saklausar fjölskyldur urðu fyrir pyntingum, nauðgunum; líkamshlutar voru sneiddir af lifandi fólki.

Lýsingin er fengin frá bresku útgáfunni Telegraph. Hryllingurinn 7. október er skjalfestur, bæði með verksummerkjum og myndum sem Hamas-liðar tóku á meðan morðæðið stóð yfir. Hluti hryðjuverkaliða var felldur og myndefnið komst í hendur Ísraelsmanna.

Frelsa þarf Palestínu undan Hamas, segir Telegraph. Fyrr er ekki hægt að ræða frið. En það verður enginn friður í bráð. Hamas-fundurinn í Háskólabíó er lítið dæmi um víðtækan stuðning sem hryðjuverkasamtökin njóta á vesturlöndum. Hamas fær bæði siðferðis- og fjárhagslegan stuðning frá vestrinu. Blóðþorsti klæddur í smælingjasamúð.

Frelsum Palestínu frá Hamas. Mynd: Telegraph.

2 Comments on “Hamas í Háskólabíó”

  1. Páll Vilhjálmsson styður morðingjana í Ísrael heilshugar enda hamas eini „vondi“ karlinn í þessu máli.

  2. Hversu ruglaður þarf maður að vera til að tala um fund þar sem stríðglæpum grimmilegs hernámveldis sem stuðningsfund við hryðjuverkasamtök. Árás hernaðararms Hamas á Ísraela var ítrekað fordæmd á þessum fundi en á honum voru stríðsglæpir Ísraela fordæmdir og gerð krafa um tafarlaust vopnahlé það er að vísvitandi fjöldamorð Ísraela á óbreyttum borgurum verði stöðvuð. Hverng höfundur fær það út að í því felist stuðningur við hryðjuverkasamtök er erfitt að átta sig á.

Skildu eftir skilaboð