Fimm ára fangelsi fyrir hatursáróður gegn Ísrael

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Hópur franskra öldungadeildarþingmanna hefur lagt fram frumvarp sem refsar harðlega „and-síonískum” sjónarmiðum.

Samkvæmt frumvarpinu verða refsingarnar mismunandi eftir eðli afbrotsins. Fyrir þann sem afneitar tilveru Ísraels er refsingin eins árs fangelsi og sekt upp á 45 þúsund evrur eða tæplega 7 milljónir íslenskra króna. Sá sem „móðgar“ Ísraelsríki á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 75.000 evra sekt sem er um 11,3 milljónir íslenskra króna. Hæsta refsingu fær sá sem verður með virkan hatursáróður gegn ísraelska ríkinu. Fimm ára fangelsi og sekt upp á 100 þúsund evrur sem gera rúmlega 15 milljónir íslenskar krónur.

Að baki tillögunum eru 16 franskir ​​öldungadeildarþingmenn, flestir tengdir frjálslyndum flokki Repúblikanasegir í frétt TVP World.

2 Comments on “Fimm ára fangelsi fyrir hatursáróður gegn Ísrael”

  1. Þetta eru brjálaðir þingmenn sem eru svo klárlega með mjög einhliða skoðainr. Af hverju ætti eitthvað frekar að vera refsivert að tala illa um Ísrela heldur en um Palestínumenn eða Rússa eða bara hreinlega Nasista?

    Þetta er gróf aðför að tjáningarfrelsinu og er ætlað að þagga niður í gagnrýni á þetta grimma hernámsveldi sem Ísrael svo sannarlega er og taka þannig stöðu með stríðglæpamönnum og gegn fórnarlömbum þeirra. Ef þessi lög verða að veruleika þá geta menn fengið fangelsisdóm og háar sektir fyrir málefnanlega og verðskuldaða gagnrýni á Ísrael.

    Hvenær í sögunni hefur það haft jákvæðar afleiðingar að berja niður í gagnrýni á einhver stjórnvöld?

  2. Ekki læra stjórnir lamað og stjórnmálafólk af mistökunum eins og þegar ekki mátti tala um eða á móti covit sprautum eða um andlega veikt transfólk eða þá gegn kúgun og andlegum ofbeldis og íllvirkjum feminiskra ofbeldishópa sem eyðileggja land og þjóð . Tjáningarfrelsið er ekki frjálst, hvorki hérlendis né erlendis.

Skildu eftir skilaboð