Joe Biden neitar keppinaut sínum Robert F. Kennedy um hefðbundna öryggisgæslu

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Stjórnmál1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Joe Biden hegðar sér eins og einræðisherrar verstu einræðisríkja. Hann notar ríkisstofnanir og völd í þágu eigin persónu og útilokar stjórnmálaandstæðingana frá grundvallar mannréttindum.

Allir vita, hvað hann er að gera við Trump: eyðileggja kosningabaráttuna með spilltu dómsmálaráðuneyti og FBI. Allt gert til að koma í veg fyrir, að erkióvinurinn geti orðið forseti. Fáir vita hins vegar hvað glæpaforsetinn er að gera við keppinauta úr sínum eigin flokki eins og hinn óháða forsetaframbjóðanda Robert F. Kennedy Jr. Joe Biden neitar – og það er í fyrsta sinn í sögunni að forsetaframbjóðanda er neitað um lífverði, þótt fyrir liggi greining öryggiseftirlitsins að Kennedy hafi brýna þörf á slíkri öryggisgæslu.

Robert F. Kennedy Jr. hefur á nýju myndskeiði upplýst um eigin öryggismál sem forsetaframbjóðandi. Hann greinir frá innbroti á heimilinu, handtöku vopnaðs árásarmanns á fundi hans ekki langt frá þeim stað í Los Angeles, þar sem faðir hans var myrtur, þannig að raunveruleg þörf á öryggisgæslu er fyrir hendi.

Hefur nafnaundirskriftir til að skora á Joe Biden að samþykkja lífverði

Allir forsetaframbjóðendur sl. hálfa öld sem beðið hafa um lífverði hafa fengið þá fyrir kosningar. Barack Obama fékk lífverði 2 árum áður en hann varð forseti. Ákvörðun Biden um að neita keppinaut sínum til forseta, Robert F. Kennedy Jr. er fordæmalaus og ekki í samræmi við hefðbundna venju. Engum öðrum hefur verið neitað um lífverði, þegar þeir hafa sótt um slíka gæslu.

Kennedy hefur núna hafið undirskriftasöfnun, þar sem hann biður fólk um að styðja umsókn sína um lífverði. Senda á nafnalistann til Hvíta hússins með beiðni um að samþykkja beiðni Kennedys um öryggisgæslu. Á myndbandinu segir Kennedy, að hann hafi áhyggjur af því, þegar sitjandi forseti geti notað öryggiskerfið til að vernda sig og fjölskyldu sína og pólitíska vini en það sama gildi ekki fyrir keppinautana. Slíkt sé valdníðsla. Kennedy bendir á að það sé lítið lýðræði í því, þegar bara vissar skoðanir njóta öryggis en ekki aðrar.

Undirskriftarsöfnun Kennedy er að finna hér.

Dæmi um forsetaframbjóðendur sem allir fengu lífverði.

One Comment on “Joe Biden neitar keppinaut sínum Robert F. Kennedy um hefðbundna öryggisgæslu”

  1. Einföld skýring á þessu, og hún er að RFK Jr er ekki ennþá svokallaður „major candidate“.
    Það er hópur fólks sem býður sig fram til forseta í hvert skipti og fæstir þeirra fá opinbera öryggisgæslu.
    Menn þurfa til dæmis að hafa unnið forkosningar í enu eða fleiri ríkjum til að geta talist alvöru kandídatar og vera boðin gæsla.

Skildu eftir skilaboð