Ráðist gegn tjáningarfrelsinu

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TjáningarfrelsiLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

J.K. Rowling hefur tjáð sig um hugmyndafræði trans-hreyfinga og merkilegt nokk eru það sömu skoðanir og bloggari hefur. Skoðanir sem segir ekkert nema sannleikann.

Las áhugaverðan pistil á síðunni norn.is. Í pistlinum stendur „Rowling segist ekkert hafa á móti transfólki en að hún hafi áhyggjur af því óheft frelsi til að skilgreina kyn sitt án íhlutunar hins opinbera kunni að verða misnotað og leiða til enn meiri hörmunga fyrir börn með kynáttunarvanda. Hún hefur einnig haldið því fram að til séu tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn og telur óþarfa nærgætni við transfólk að forðast að nota orðin karl og kona.“

Kennarar hafa sýnt að þeir þora ekki í umræðuna. Mörg hundruð kennara þegja frekar en segja eins og formaður Kennarasambandsins bað þá um. Einn og einn hefur rödd skynseminnar að leiðarljósi og lætur í sér heyra.

Í pistlinum segir líka „Ákvörðun Rowling er hárétt. Það er svivirðilegt að verðlaun og viðurkenningar séu notuð til þess að bæla niður frjáls skoðanaskipti og Rowling er jafn mikill velgjörðamaður barna þótt skoðanir hennar á kynjapólitík fari fyrir brjóstið á Kerry Kennedy. Rowling þarf ekki viðurkenningar frá kúgunarsamtökum til að vekja athygli á þeim málefnum sem hún styður og því síður sjálfri sér.“

Fyrir svona konum ber maður virðingu. Barátta fyrir að börn og konur fái að baða sig í friði án trans-konu með lífæri karlmanns er þess virði. Barátta fyrir að stúlkur fái að stunda íþróttir á jafnréttisgrunvelli við aðrar stúlkur, ekki trans-konu sem hafa styrkleik karlmanns, er þess virði.

Skildu eftir skilaboð