Gústaf Skúlason skrifar:
Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hylltur af glóbalistum sem „hetja lýðræðisins,“ vísar alfarið á bug hugmyndinni um að halda kosningar á stríðstímum sem „óábyrgri.” Umræður eru í gangi um, hvort Kænugarður ætti að hafa kosningar samkvæmt herlögum.
Zelenskí sem hefur þegar bannað stjórnarandstöðuflokka og sett upp heljarmikla ritskoðun, skipar landsmönnum að sýna „einingu” til að forðast „tilgangslausa“ stjórnmálaumræðu.
„Ábyrgðarlaust” að ræða kosningar
Herlög voru sett í Úkraínu í upphafi stríðsins við Rússa í febrúar 2022. Þau banna yfirvöldum að halda kosningar, en töluverður þrýstingur hefur verið bæði heima fyrir sem og erlendis um hugsanlegar kosningar á næsta ári. Reuters greinir frá:
Í kvöldávarpi sínu sagði Zelenskí, að það væri mikilvægt að einbeita sér að þeim hernaðaráskorunum sem Úkraína stæði frammi fyrir. Verið væri að reka rússneskar hersveitir á brott sem hafa hernumið um fimmtung landsins 20 mánuðum eftir að innrás þeirra hófst. Zelenskí sagði:
„Við skiljum öll að núna á stríðstímum, þegar það eru margar áskoranir, að þá er það algjörlega ábyrgðarlaust að leggja sig í mál tengdum kosningum á slíkan léttúðugan hátt.”
„Við verðum að skilja, að þetta er tími til varna, tími til bardaga, sem ákveða örlög ríkisins og íbúanna… Ég tel ekki að kosningar séu viðeigandi á þessum tíma“.
Ríkisstofnanir eiga að styðja hernaðaraðgerðir – ekki að eyða tíma í að lagfæra gangstéttir og götur
Zelenskí hafði áður sagt, að hann væri reiðubúinn til að halda kosningar „ef Úkraína tryggði þá stöðu“ sem þyrfti. Núna virðist vera klofningur í forystu landsins, eftir að æðsti yfirmaður hermála í Úkraínu, Zaluzhny, lýsti því yfir, að stríðið væri komið í „sjálfheldu.“ Zelenskí neitar að svo sé.
Zelenskí sagði í vikunni, að ef nauðsynlega þyrfti að binda enda á klofningsviðræður, þá væru til „hæfar ríkisstofnanir til að taka slíkar ákvarðanir og veita samfélaginu öll nauðsynleg svör.“ Hann sagði einnig, að það væri mikilvægt að stofnanir ríkisins stæðu fullkomlega á bak við hernaðaraðgerðirnar og „væru ekki í gangstéttar- og gatnaviðgerðum.“