Í nafni fjölmenningarinnar: Dagheimili Önnu Frank skiptir um nafn

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Eftir kvartanir bárust frá innflytjenda foreldrum sem segjast eiga erfitt með að útskýra mikilvægi Önnu Frank fyrir börnum sínum, þá hefur þýska ríkið samþykkt að breyta nafni leikskólans. Breytingin er sögð liður í stærra átaki til að hylla fjölmenningu meðal barnanna.

Jerúsalem Post segir frá. Innflytjendur í bænum Tangerhütte í Saxland-Anhalt fylki í Þýskalandi mislíkar nafnið „Anna Frank“ sem leikskólinn hefur heitið í áratugi. Foreldrarnir kvörtuðu undna nafninu við Andreas Brohm borgarstjóra bæjarins. Blaðið skrifar:

„Greint er frá því, að foreldrar með innflytjendabakgrunn finni til öryggisleysis varðandi nafnið og finnst erfitt að útskýra það fyrir börnum sínum.”

Þrátt fyrir að áform um nafnbreytingu hafi vakið mikla gagnrýni, þá stóðu borgaryfirvöld við ákvörðunina. Sagt er að nafnabreytingin sé hluti af víðtækara verkefni til að hylla fjölmenningu barna sem sækja dagvistina.

„Heimskönnuðir” í stað Anna Frank

Innflytjenda foreldrarnir og starfsmenn leikskólans kröfðust nafns sem væri „vinalegra fyrir börn og betur aðlagað að hugmyndum þeirra.“ Var þessari meintu þörf lýst sem mikilvægasta máli heims um þessar mundir.

Leikskólinn hefur borið nafnið „Anna Frank“ síðan 1970. Núna leggja hinir viðkvæmu foreldrar til, að leikskólinn heiti „Heimskönnuðir“ í staðinn (World Explores). Samkvæmt fréttinni er Anne Frank ekki lengur í takt við „nýjar áherslur fjölmenningarinnar.“

Skildu eftir skilaboð