RÚV: heimskur heimskari

frettinFjölmiðlar, Innlent, Páll Vilhjálmsson2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

,,Rannsókn namibísku spillingarmálastofnunarinnar á meintum lögbrotum við úthlutun kvóta heldur áfram. Saksóknari segir að verið sé að afla gagna sem eru meðal forsendna þess að krefjast framsals á þremur Íslendingum sem tengjast Samherja."

Ofanritað er inngangur fréttar RÚV frá í gær. Höfundur er Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður.

Þrjú atriði í fréttinni stinga í stúf. Fyrsta varpar ljósi á þráhyggju RÚV, annað á lélega fagmennsku og þriðja á illgjarna fávisku sem tröllríður húsum Efstaleitis.

Fyrsta atriðið er að namibíski saksóknarinn ásakar ekki lengur Samherjamenn um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta. Nú eru á dagskrá skil á virðisaukaskatti, tapaðar skatttekjur. Þegar RÚV kynnti Namibíumálið, með alræmdum Kveiks-þætti í nóvember 2019, gekk það út á mútugreiðslur til namibískra embættismanna. RÚV nefnir ekki mútur en talar um ,,spillingu" þegar um er að ræða meint skattaundanskot. Brynjólfur Þór ætti að ræða við Sigríði Dögg samstarfskonu sína á fréttastofu sem þvertekur fyrir spillingu þótt sek sé um skattaundanskot. Skötuhjúin gætu komið sér saman um orðafræði skattsvika og spillingar.

Annað atriðið er að í frétt Namibian, sem Brynjólfur Þór vísar til, segir að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari muni ekki mæta til Namibíu að vitna í réttarhöldum yfir fyrrum namibískum viðskiptafélögum. Undanskot á nafni Jóhannesar er fréttafölsun; hann er jú upphafsmaðurinn að Namibíumálinu. Stórfrétt ef hann mætir ekki. Hvers vegna er Jói ljóstrari ekki spurður? Týndi fréttastofa símanúmerinu hans? Má ekki hringja í Helga Seljan á Heimildinni og fá númerið? Rannsóknaritstjórinn er tæplega enn viti sínu fjær.

Þriðja atriðið kippir stoðunum undan allri frétt Brynjólfs Þórs á RÚV í gær um framsalskröfu namibíska saksóknarans á þremur Íslendingum. Fyrir tveimur árum birtist frétt um nákvæmlega sama mál undir fyrirsögninni: ,,Hafna beiðni frá Namibíu um framsal". Inngangur er svohljóðandi:

Saksóknari í Namibíu vill fá þrjá Íslendinga framselda þangað svo hægt verði að birta þeim ákæru í Fishrot-málinu svokallaða. Erindinu hefur þegar verið hafnað enda framselja stjórnvöld íslenska ríkisborgara ekki til annarra landa. (undirstrikun pv)

Og hvar skyldi fréttin hafa birst? Jú, auðvitað á RÚV. Fyrir tveimur árum var sem sagt formlega hafnað að framselja þrjá Íslendinga til Namibíu. En RÚV-frétt Brynjólfs Þórs frá í gær gengur út á téða framsalskröfu. Voldug er fyrirsögnin, nánast BA-ritgerð.  ,,Namibía: Saksóknari vinnur enn að undirbúningi vegna framsalskröfu þriggja Íslendinga." En kröfunni var óvart hafnað fyrir tveim árum, - segir tveggja ára frétt RÚV.

Á fréttastofu RÚV er óopinber samkeppni: heimskur, heimskari, heimskastur. Framsalsfréttin í gær tryggði Brynjólfi Þór Guðmundssyni forystu.

2 Comments on “RÚV: heimskur heimskari”

  1. Páll, þú hefðir gaman af að horfa á þetta video: „All Things Reconsidered.“ Fyrrverandi fréttamaður og pródúsent fyrir NPR útskýrir (byrjar á 12:42) hvernig National Public Radio úrkynjaðist í National Woke Radio. Þú getur alls staðar sett RÚV inn fyrir NPR.

  2. Þessi þáttur (Peter Boghossian gerði 4 „All Things Reconsidered“ og „Morning Sedition“ um NPR. Hérna útskýra hlustendur hvers vegna þeir hættu að hlusta á NPR byrjar á 1:50 https://youtu.be/RHnGHhWnTP0?si=iN-rq_uzhgr3s7zq allt alveg nákvæmlega heimfærandi upp á RÚV. Ég hlustaði alltaf á NPR þegar ég bjó í LA (maður þurfti að verja svo miklum tíma í að keyra og útvarpið var alltaf á NPR. Ég man vel eftir hvenær NPR byrjaði að rotna eins og fiskurinn frá hausnum. Þeir losuðu sig við gamalreynda frábæra fréttamenn eins og Bob Edwards og það var fór hratt downhill. Ég gafst up á að hlusta á NPR fyrir ca 2 árum. Nema etv að nota þá sem vekjaraklukku, setja útvarpið/símann í hæfilega fjarlægð frá rúminu. Það líða ekki 15 mínútur á milli race/sex/trans/evil-white-men/victimfrétta af öllum stærðum og gerðum og þær eru svo ömurlegar, að maður VERÐUR að stökkva úr rúminu til að slökkva. Það er hreinlega ÓHLUSTANDI á NPR.

Skildu eftir skilaboð