Ramaswamy lýsir Úkraínu sem ógnarstjórn gegn kristnum mönnum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Vivek Ramaswamy veittist harkalega að Úkraínu í forsetakappræðum repúblikana í vikunni, segir í frétt Times of Israel.

Orð Ramaswamy voru það hörð að túlka mátti þau þannig, að hann áliti Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu vera nasista að sögn NBC. Haft er eftir talsmanni Ramaswamy, að hann hafi ekki kallað Zelensky nasista heldur hafi hann verið að ræða atburð á kanadíska þinginu, þegar þingið heiðaraði og hyllti fyrrverandi stríðsglæpamann úr röðum SS-sveita nasista að viðstöddum Zelenskí. Uppátækið vakti þvílíka hneykslun að forseti Kanadaþings varð að segja af sér.

Hafa bannað 11 stjórnarandstöðuflokka

Ramaswamy var spurður um meiri fjárútlát til Úkraínu. Hann sagði:

„Ég er engan veginn sannfærður um það. Ég nýt þess raunverulega þess að sjá Úkraínu haukana draga sig hljóðlega undan, þar sem þetta er orðið þvílík hörmung.”

„Úkraína er ekki fyrirmynd lýðræðis. Þetta er land sem hefur bannað 11 stjórnarandstöðuflokka. Þeir hafa sameinað alla fjölmiðla í einn fjölmiðil: Ríkissjónvarpið. – Það er ekki lýðræðislegt. Þeir hafa hótað að halda ekki kosningar á þessu ári nema að Bandaríkjamenn moki inn meira af peningum til þeirra. – Það er ekki lýðræðislegt. Þeir hafa fagnað nasista í röðum eigin landsmanna. Grínisti í cargobuxum, – maður að nafni Zelenskí hyllti þennan landsmann sinn. – Það er ekki lýðræðislegt.”

Ráðast gegn kristnum mönnum

Ramaswamy taldi síðan upp ýmsar staðreyndir sem almennir fjölmiðlar munu aldrei segja frá, að hans sögn. Hann minntist einnig á, að kristnir eiga ekki uppdráttar í Úkraínu með núverandi stjórn:

„Svæði Úkraínu sem Rússar hernema núna, eru í Donbass: Luhansk og Donetsk. Þetta eru rússneskumælandi svæði sem hafa ekki einu sinni verið hluti af Úkraínu síðan 2014. Svo látið ekki blekkja ykkur, að þetta sé einhvers konar stríð á milli góðs og ills!”

„Úkraína bannfærir kristna – það er í raun og veru það sem er í gangi. Þeir ráðast á úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna, þeir hafa bannfært hana. Úkraínska þingið gerði það í síðustu viku, með stuðningi peninganna okkar.”

Hér að neðan má heyra málflutning Ramaswamy:

Skildu eftir skilaboð