Frakkar rísa upp gegn gyðingahatrinu – „minnir á fjórða áratuginn”

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gúsaf Skúlason skrifar:

Hundruðir þúsunda Frakka gengu  um götur í stórborgum landsins í gær til að sýna gyðingum stuðning sinn og til að mótmæla því gríðarlega gyðingahatri sem komið hefur fram eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október sl.

Í París segja flestir fjölmiðlar að á annað hundruð þúsund hafi tekið þátt í göngunni, sumir fjölmiðlar nefna töluna 180 þúsund manns. „Fyrir lýðveldið gegn gyðingahatri“ stóð á breiðum borða sem margir af þekktustu stjórnmálamönnum Frakklands héldu á, þar á meðal fyrrverandi forsetar landsins François Hollande og Nicolas Sarkozy. Einnig var Elisabeth Born, forsætisráðherra með í för. Macron var ekki viðstaddur en sendi kveðju og sagði að hugur hans væri hjá gyðingum.

Gyðingahatrið hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið í mörgum löndum. Í Frakklandi hafa glæpir gegn gyðingum stóraukist eftir árás Hamas á Ísrael, 1250 skráðir glæpir sem gerir einn glæp á klukkutíma samkvæmt sænska sjónvarpinu SVT. Margir eldri borgarar sýndu stuðning og sagði ein kona:

„Átökin í Miðausturlöndum hafa verið innflutt hingað vegna vanþekkingu og afneitun á Helförinni …. Það er eins og við séum komin aftur til baka og minnir á fjórða áratuginn. Það veldur mér miklum áhyggjum.”

Hluti göngunnar í París

Aldrei aftur – Stöndum saman sem einn

Marine Le Pen mætti.

#image_title

Frá einni göngunni.

Ungur Frakki veifar landsfánanum, þeim eina sem fékk að vera með.

Skildu eftir skilaboð