Tour.is hef­ur vikið fram­kvæmda­stjóra frá störf­um

frettinInnlent1 Comment

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Tour.is hef­ur vikið Inga Jóni Sverris­syni fram­kvæmda­stjóra frá störf­um vegna um­mæla sem hann lét falla í viðtali við Morg­un­blaðið sl. laug­ar­dag um að neita Ísra­els­mönnum þjónustu, vegna stríðs Ísra­els­manna og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as á Gasa­svæðinu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að fyr­ir­tækið líti um­mæli Inga Jóns al­var­leg­um aug­um.

„Vill Tour.is koma því á fram­færi að orð Inga Jóns eru hans per­sónu­lega skoðun sem er eng­an veg­in í sam­ræmi við stefnu og störf fyr­ir­tæk­is­ins. Af­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins var miðlað í sam­tali við Sig­urða Kára Kristjáns­son kjör­ræðismann Ísra­els á Íslandi sl. föstu­dags eft­ir­miðdegi af Jóni Sig­urði Inga­syni, eins eig­anda Tour.is, þegar Sig­urður Kári óskaði eft­ir skýr­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins. Af þeim sök­um hef­ur Inga Jóni verið vikið frá störf­um sem fram­kvæmda­stjóra. Tour.is biðst af­sök­un­ar á þeim um­mæl­um sem Ingi Jón lét falla í hlut­verki sínu sem fram­kvæmda­stjóri,“ seg­ir í tilkynningunni.

„Við vilj­um árétta að um­mæli Inga Jóns eru ekki í sam­ræmi við stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og end­ur­spegl­ar ekki skoðanir eig­enda eða starfs­fólks. Við hjá Tour.is eig­um glöð í viðskipt­um við fólk af öll­um þjóðern­um og höf­um átt viðskipti við hópa og ein­stak­linga frá Ísra­el í gegn­um árin með mik­illi ánægju og góðum ár­angri og mun­um gera það sem í okk­ar valdi stend­ur til að gera það áfram.

Tour.is hef­ur nú þegar haft sam­band við um­rædda ferðaskrif­stofu og skýrt af­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins og beðist af­sök­un­ar á fram­komu Inga Jóns. Sig­urður Kári Kristjáns­son kjör­ræðismaður Ísra­el á Íslandi verður einnig beðinn um að miðla af­sök­un­ar­beiðni Tour.is til ísra­elskra stjórn­valda,“ seg­ir þar.

Tour.is tek­ur fram að fyr­ir­tækið starfi eft­ir lög­um og fylgi siðaregl­um Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og venj­um um góða viðskipta­hætti. Þá kem­ur fram að nýr fram­kvæmda­stjóri hafi þegar tekið við störf­um Inga Jóns en það er Jón Sig­urður Inga­son. Jón Sig­urður er son­ur frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra, Inga Jóns Sverris­son­ar.

One Comment on “Tour.is hef­ur vikið fram­kvæmda­stjóra frá störf­um”

  1. Það er ekki sama Jón og Séra Jón hjá frettin.is. Ef þessi framkvæmdastjóri hefði talað með svipuðum hætti til transfólks eða flóttafólks þá væri starfsfólk fréttarinnar að ausa yfir hann lofi og brjálað yfir broti á málfrelsi hans. En nei þar sem hann mótmælti hegðun stjórnvalda í Ísrael þá fagnar frettin.is Hræsni hina kristnu á sér enginn takmörk.

Skildu eftir skilaboð