Gústaf Skúlason skrifar:
Tucker Carlson er kominn til Spánar þar sem sósíalistar reyna með gerræðislegum vinnubrögðum að halda völdum. Tucker mun sýna heiminum hvað er að gerast á Spáni.
Spánn er á tímum stjórnmálalegs umróts og föðurlandsvinir reyna að koma í veg fyrir svikabrellur sósíalista með Sánchez í fararbroddi. Reyna sósíalistar að kaupa stuðning katalónskra aðskilnaðarsinna með því að rifta dómi yfir katalónskum aðskilnaðarsinnum með sakaruppgjöf.
Tucker Carlson, sem er einn þekktasti blaðamaður heims og var rekinn frá Fox News samkvæmt skipun glóbalista sem þola ekki að heyra sannleikann, var fagnað eins og rokkstjörnu af hópi íhaldsmanna á Spáni sem mótmæla valdaráni sósíalista. OKDIARIO greinir frá:
„Sá sem brýtur stjórnarskrána, sem hugsanlega beitir líkamlegu ofbeldi til að binda enda á lýðræði, er harðstjóri, er einræðisherra. Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing hins íhaldssama blaðamanns frá Bandaríkjunum, Tucker Carlson, í viðtali við OKDIARIO á mánudaginn. Tucker Carlson ferðaðist til Madrid til að taka þátt í mótmælum fyrir framan höfuðstöðvar Sósíalistaflokksins PSOE á Ferraz götu. Hefur eftirgjöf Pedro Sánchez til aðskilnaðarsinna verið mótmælt ellefu kvöld í röð.“
Horfa á:
Tucker vísaði til valdabrölts forsætisráðherra Spánar og einnig til ofbeldis öryggissveita gegn mótmælendum. Hann sagði eftirgjöf Pedro Sánchez til aðskilnaðarsinna til að kaupa fylgi þeirra hafa fengið of litla umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum. Hann sagði:
„Allt þetta er að gerast í Evrópu. Heimurinn hefur ekki séð skýrt, að það sem er að gerast hér þessa dagana er mjög mikilvægt. Ég vona að ég geti breytt því.”
Sósíalistar og Katalóníumenn vilja sakaruppgjöf fyrir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Katalóníu sem hafa verið dæmdir m.a. fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt svo Katlónía gæti skilið sig frá Spáni. Voz greinir frá:
„Þetta er 11. dagur mótmæla í höfuðborg Spánar gegn verkefninu um að náða katalónska stjórnmálamenn sem framkvæmdu valdarán á þingi gegn Spáni árið 2017. Mótmælin á Spáni hafa vakið athygli enskumælandi blaða, þar sem íhaldssamir pólitískir flykkjast út á götur á þann hátt sem á sér fá fordæmi í evrópsku lýðræðisríki. Síðan fyrstu mótmælin voru skipulögð í byrjun mánaðarins, fyrir framan höfuðstöðvar spænska sósíalíska verkamannaflokksins (PSOE), þá hafa þau farið fram á hverjum degi og safnað umtalsverðum hluta spænska kjósenda.“
Hér að neðan má sjá gríðarlegan mannfjölda mótmæla sósíalistunum í Madrid.
Spain is sick and tired of their socialist government.
Check out this turnout today in Madrid: pic.twitter.com/og7dK5tK9t— End Wokeness (@EndWokeness) November 12, 2023
One Comment on “Tucker Carlson fer til Spánar og setur kastljósið á valdaránstilraunir sósíalista”
Það eru bara allir slakir á Spáni hvað sem Tukker segir.