Á yfir höfði sér bann í íþróttagreininni vegna ummæla um trans-konu

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Kraftlyftingakona mótmælir eftir að trans-kona, líffræðilegur karlmaður, setti landsmet í greininni, nb. í kvennaflokki. Fyrir mótmælin á hún á hættu að vera útilokuð frá keppni íþróttagreinarinnar sem hún hefur stundað í áraraðir. Kanadíska kraftlyftingasambandið sagði að hún ætti ekki að tala um Anne Andres sem líffræðilegan karlmann. En hann er það! Verið að refsa fyrir að segja sannleikann.

Í Kanada eru menn gengnir af göflum í tengslum við trans-málaflokkinn. Þarf þjóðarbyltingu til að snúa þessari óheillaþróun við.

Í mínum augum hefur þetta lítið með hinar raunverulegu trans-konur að gera sem vilja lifa sínu lífi í friði án svona áreitis. Án trans-aðgerðasinna. Án fölsku trans-kvennanna.

Lögin um kynrænt sjálfræði eru misnotuð eins og allt annað. Nú telja líffræðilegir karlar sig konur til að komast í einkarými kvenna, vinna kvennaíþróttir og fara í kvennafangelsi.

Konur hvert eru við komnar? Við þurfum fleiri konur eins og J.K. Rowling sem eru mikils metnar og geta látið í sér heyra. Snúa þarf þróuninni við, stúlknanna vegna.

"Ég stend frammi fyrir 2 ára banni frá [kanadíska kraftlyftingasambandinu] CPU fyrir að tala opinberlega um ósanngirni þess að líffræðilegir karlmenn fái að hæðast að kvenkyns keppendum og ræna sigrinum" skrifaði Hutchinson.

"Ég hef verið kraftlyftingamaður hjá kanadíska kraftlyftingasambandinu í um fjögur ár. Undanfarið ár hef ég barist fyrir því að trans-konur, líffræðilegir karlar, geti ekki keppt við konur í kraftlyftingum," sagði Hutchinson við þáttastjórnandann Rosanna Lockwood.

Heimurinn þarf fleiri hetjur eins og hana.

Greinina má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð