Gerum allt sem í okkar valdi stendur

frettinInnlent, Jón Magnússon2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Engin ágreiningur er um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa sem þéttast með Grindvíkingum og styðja þá og styrkja eins og okkur er unnt. Þá er engin ágreiningur um að verja mannvirki svo sem kostur er og bæta tjón. 

Á hættustundum reyna stjórnmálamenn jafnan að gera sem mest úr eigin mikilvægi og möguleikum til að hafa áhrif á gang mála, jafnvel þó engir séu. Dæmi um það er stjórnarfrumvarp, sem nú er til umræðu á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Asinn er svo mikill, að meiningin er að afgreiða málið í kvöld og/eða nótt þó engin brýn þörf sé á því.

Við höfum lög um almannavarnir nr. 82/2008, sem duga í tilvikum sem þessum e.t.v. þarf að bæta örlitlu við 25.gr. laganna vegna uppbyggingu varnargarða á Reykjanesi og varðandi fjármögnun.

Hættan við fum og fát í lagasetningu er ekki síst sú að Alþingi samþykki vond lög, þar sem ekki er gætt vandaðra vinnubragða við lagasetningu. Sú virðist ætla að vera raunin varðandi það frumvarp, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. 

Bent skal á, að skv. stjórnarfrumvarpinu um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi á m.a. að víkja til hliðar lögum eins og stjórnsýslulögum. Af hverju þarf að víkja þeim til hliðar? Svo að stjórnvöld geti farið sínu fram af geðþótta og eftirlit með aðgerðum þeirra verði ekkert og réttindum almennra borgara verði vikið til hliðar. Við eigum aldrei að samþykkja slíkt.

Almenn umgjörð um mannréttindi og takmörkun á því að ríkisvaldið geti farið sínu fram eftirlitslaust að geðþótta verður alltaf að vera leiðarstefið við lagasetningu í landinu ekki síst þegar skyndileg hætta steðjar að.

2 Comments on “Gerum allt sem í okkar valdi stendur”

  1. Jón, vandamálið með „vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi“ er sá að þessir innviðir sem á að vernda að eru EKKI í eigu þjóðarinnar, þetta eru einkafyrirtæki sem eru þar með á ábyrgð eigandana, það er algjört siðleysi að skella ábyrgðini og skuldinni á þjóðina. Ég las einhverstaðar að HS orka hefði hagnast um 33 milljarða á síðustu sex árum., ég hefði nú haldið að þessir aðilar ættu að hafa efni á því sjálfir að bjarga sínu fyrirtæki og það á líka um eigendur Bláalónsins!

    Þetta hyski sem stjórnar landinu ætti að SKAMMAST SÍN!!!

  2. Þessir innviðir sem á að vernda eru EKKI í eigu þjóðarinnar, þetta eru einkafyrirtæki sem eru þar með á ábyrgð eigandana, það er algjört siðleysi að skella ábyrgðini og skuldinni á þjóðina,,húseigendur hafa sko alveg nóg að borga fyrir svo að þetta bætist ekki við.

    Megi þið (ríkisstjórnin) sem stóðuð að þessum gjörningi að láta húseigendur borga fyrir einkafyrtæki,,,,hafi þið skömm fyrir………..

Skildu eftir skilaboð