Frásögnin af Úkraínustríðinu að molna sundur – ofursti í sænska hernum sniðgengur Dagens Nyheter

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Joakim Paasikivi ofursti er hættur að mæta í viðtöl hjá einu stærsta dagblaði Svíþjóðar DN eftir að Johan Croneman blaðamaður DN og gagnrýnir einhliða frásögn meginmiðla af Úkraínustríðinu.

Joakim Paasikivi ofursti í sænska hernum hefur valið að sniðganga DN, segir í frétt Journalisten. Ástæðan er gagnrýninn texti um frásögn sænskra fjölmiðla af Úkraínustríðinu sem Johan Croneman,dálkahöfundur Dagens Nyheter, skrifaði í blaðið.

Saumarnir eru að springa á frásögn megin fjölmiðla um Úkraínustríðið. Einnig í Svíþjóð. Johan Croneman hjá Dagens Nyheter, DN, hefur birt athyglisverða grein, þar sem hann gagnrýnir „frásögn“ sænskra fjölmiðla um stríðið eins og hann orðar það sjálfur. Samkvæmt Croneman hafa vestrænir fjölmiðlar allt frá innrás Rússa í febrúar 2022 verið að „básúna út“ frásögn, þar sem Úkraína vinnur yfir spilltum, vanhæfum rússneskum her. Þannig hefur sagan um stríðið verið.

Nota alltaf sömu „sérfræðingana”

Fjölmiðlar nota alltaf sömu „sérfræðingana.” Þessir meintu sérfræðingar virðast, skrifar Croneman, líta á það sem verkefni sitt að dreifa „jákvæðum fréttum” um stríðið til sænsku þjóðarinnar. Dálkahöfundur DN kallar Joakim Paasikivi, ofursta, „ofurgreinandi Svíþjóðar.” Alltaf er beðið eftir sigrinum yfir Rússlandi sem kemur aldrei.

Johan Croneman bendir á, að sænska þjóðin hafi heyrt Joakim Paasikivi lýsa hersveitum Rússlands vanhæfa í tæp tvö ár. Croneman veltir því fyrir sér hver sé tilgangurinn með þessu og hvað Paasikivi vilji eiginlegja segja. Croneman skrifar:

„Maður spyr sig hvort það sé enginn annar samtímasérfræðingur en Joakim Paasikivi, kannski einhver sem hefur ekki tekið afstöðu á jafn augljóslegan hátt í átökunum?“

Croneman útskýrir síðan, að sænskir ​​fjölmiðlar, sérstaklega ríkissjónvarpið SVT, virðist aðeins taka upp staðreyndir og raddir sem samrýmast þeirri frásögn sem valin hefur verið. Hann telur sig jafnvel knúinn til að leggja áherslu á, að SVT og almannaþjónustunni sé ekki falið það hlutverk að taka afstöðu í átökum, heldur einfaldlega sinna blaðamennsku og segja fréttir af þeim. Croneman bendir á, að opinber þjónusta eigi einnig að ræða „alla möguleika” í stríðsátökum. Til dæmis að stríð geti endað með öðru en hernaðarsigri – það getur líka endað með friðarsamningum.

Johan Croneman spyr enn fremur, hvers vegna sænskir ​​fjölmiðlar bjóða ekki inn fólki eins og John Mearsheimer og Jeffrey Sachs, varðandi Úkraínustríðið.

Þetta er að minnsta kosti til að „fá aðra sýn á stríðið, aðra sýn á aðdraganda og uppruna stríðsins“, skrifar dálkahöfundur DN.

Vill ekki koma í fleiri viðtöl

Að lokum veltir Croneman því fyrir sér, hvað sænskir ​​fjölmiðlar séu svona hræddir við. Að sögn dagblaðsins Journalisten er grein Johan Croneman orðinn svo mikill þyrnir í augum ofurstans, að hann sleit algjörlega sambandið við DN. Hann mun ekki mæta í fleiri viðtöl hjá blaðinu. Peter Wolodarski, ritstjóri DN segir í viðtali við Journalisten:

„Hann tilkynnti okkur stuttlega að hann vildi ekki vera með lengur.”

Sjá nánar hér

Skildu eftir skilaboð