Eftirmaður Merkel vill að innflytjendur sverji Ísrael hollustu til að fá ríkisborgararétt

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Friedrich Merz, eftirmaður Angelu Merkel sem leiðtogi Kristdemókrata í Þýskalandi, krefst þess að innflytjendur verði látnir sverja hollustueið til Ísrael, ef þeir eigi að geta fengið ríkisborgararétt í Þýskalandi.

Að sögn Merz ættu allir sem vilja verða þýskur ríkisborgari að uppfylla ýmsar kröfur, þar á meðal kröfu um hollustuheit við ísraelska ríkið. Merz segir í viðtali við Tagesspiegel:

„Kröfurnar verða að fela í sér varanlega tryggingu frá þeim sem fá ríkisborgararétt, að þeir styðji styðja öryggi Ísraels, sem er á endanum grundvallarhagsmunir þýska ríkisins.”

„Sá sem skrifar ekki undir þetta á ekki heima í Þýskalandi.”

Skildu eftir skilaboð