Fnykur af sósíalisma langa leið – World Economic Forum vill skapa „öreigasamfélag”

frettinErlent, Gústaf Skúlason, WEFLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hvaða markmiði er World Economic Forum að reyna að ná? Aron Flam segir í laugardagsviðtali við Swebbtv, að „það sé ekki svo erfitt að skilja það. Þeir eru mjög skýrir með, að þeir vilja skapa samfélag öreiga sem er ekkert annað en sósíalismi.”

Þannig eru framtíðarhorfur stofnun glóbalista, World Economic Forum, fyrir árið 2030. Valdhafar hins vestræna heims, bæði fjármálaleiðtogar og stjórnmálamenn frá hægri til vinstri, fara í árlegar pílagrímsferðir á ársfundi World Economic Forum í Davos.

„Þú munt ekki eiga neitt og vera hamingjusamur”

Grínistinn Aron Flam var í laugardagsviðtali hjá Swebbtv. Mikael Willgert spurði:

„Ertu sammála þeirri skýringu, að það sem við köllum glóbalistamafíuna, þ.e.a.s. áhrifamesta og ríkasta fólkið, sé að koma á eins konar endurnýjun sósíalismans með hjálp af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Agenda 2030?”

Aran Flam svarar:

„Já. Ég veit ekki hvort ég er sammála öllu sem þið segið á Swebbtv en World Economic Forum segja mjög skýrt, hverju þeir vilja ná fram fyrir stóran hluta millistéttarinnar. Í raun og veru samfélag öreiga. Í mínum augum lyktar það sósíalisma langa leið.”

Sjá viðtalið í heild sinni:

Skildu eftir skilaboð