Milljónir Bandaríkjamanna elska Donald Trump

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Ný auglýsing fyrir kosningabaráttu Trumps hefur allt í einu skotið upp kollinum og farið víða á netinu. The Gateway Pundit segir, að þeir viti ekki einu sinni, hvort þetta sé alvöru auglýsing frá Trump eða hversu gömul hún sé. Hins vegar telja þeir hana vera svo góða, að þeir birtu hana á miðlinum (sjá að neðan).

Tucker Carlson lýsir þeirri óbilandi hollustu sem Bandaríkjamenn sýna Donald J. Trump. Nauðsyn á endurkomu Trumps í forsetastólinn og framtíðarárangur þjóðarinnar séu í rauninni samtvinnuð. Bandaríkjamenn sjá það betur en nokkru sinni fyrr eftir þriggja ára óstjórn ríkisstjórnar Joe Biden. Margir telja að Biden hafi svindlað í kosningunum.

„Þeir elska Donald Trump vegna þess að enginn annar elskar þá“

Í auglýsingunni segir Tucker Carlson meðal annars:

„Milljónir Bandaríkjamanna elska Donald Trump af einlægni. Þeir elska hann þrátt fyrir allt sem þeir hafa heyrt. Þeir elska hann oft þrátt fyrir hver hann er. Þeir elska Donald Trump vegna þess að enginn annar elskar þá. Landið sem þeir byggðu, landið sem forfeður þeirra börðust fyrir í mörg hundruð ár, hefur skilur þá eftir til að deyja í litlum ónútímalegum bæjum sínum. Hæddir og fyrirlitnir af háðslegum hálfvitum með fjármálapróf án nokkurra hæfileika sem allt í einu virðast stjórna öllu lífi.”

„Hvaða galla sem Donald Trump kann að hafa, þá er hann samt sem áður betri en aðrir sem eru við stjórnvölinn. Hann hatar alla vega ekki þá sem mega sín minna. Með öðrum orðum þá er Donald Trump og hefur alltaf verið lifandi ákæra á hendur fólkinu sem stjórnar þessu landi. Það var satt fyrir fjórum árum þegar Trump kom allt í einu inn á sviðið og vann forsetaembættið. Það er ekki minna satt núna. Trump reis upp vegna þess að þeim mistókst. Það er svo einfalt.”

“Ef þeir sem stjórna hefðu unnið hálfsæmilega fyrir landið sem þeir erfðu, ef þeim hefði verið annt um eitthvað annað en sig sjálfa jafnvel bara í eitt augnablik, þá væri Donald Trump enn með sjónvarpsþætti sína. En þeir gerðu það ekki. Í staðinn voru þeir óhæfir, sjálfselskir, grimmir og takmarkalaust óheiðarlegir. Þeir rústuðu því sem aðrir byggðu.”

„Þeir ljúga. Þeir særa alla sem segja sannleikann um það sem þeir eru að gera. Það er satt. Við höfum séð það. Bandaríkin eru enn frábært land, það besta í heimi, en valdastéttin okkar er ógeðsleg. Atkvæði fyrir Trump er atkvæði gegn þeim. Það er það sem er að gerast í þessu landi.”

Sjá má auglýsinguna hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð