Bankarnir, ráðherrann og lausnirnar

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Húseigendur í Grindavík eru tryggðir fyrir tjóni vegna jarðskjálfta og eldgosa skv. lögum nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Þrátt fyrir það reynir bankamálaráðherra að slá pólitískar keilur á Alþingi með óræðum kröfum á hendur lánastofnana um aðgerðir þegar boltinn er hjá henni um að móta tillögur um lausn vandans í núinu. 

Á endanum þarf Náttúruhamfaratrygging Íslands að greiða húseigendum í Grindavík nánast fullar bætur vegna þess tjóns sem þeir kunna að verða fyrir. 

En þá er spurningin um millibilsástandið? Eðlilegast er að ráðherra bankamála komi með tillögur í því efni, það er hennar hlutverk og hún verður að gera sér það ljóst. Lánastofnanirnar ættu hins vegar þegar í stað að gera samninga við húseigendur í Grindavík um að ekki verði innheimtar afborganir og vextir af húsnæðislánum í Grindavík meðan óvissuástandið er Aðkoma að því samkomulagi þarf bankamálaráðherra og stjórn Náttúruhamfaratrygginga að eiga.

Það er ljótt að hræða fólk í vanda. Grindvíkingar eru núna í miklum og margvíslegum vanda og stjórnvöld sem og aðrir eiga að vinna að eðlilegum jákvæðum lausnum í stað þess að bulla á Alþingi. Það ber alltaf að leysa málin á grundvelli þess velferðar- og tryggingarkerfis sem er fyrir hendi annað væri ósæmilegt.  

Skildu eftir skilaboð