Páll Vilhjálmsson skrifar:
Tímabilið frá um 1300 til 1900 er kallað litla ísöld. Tímabilið á undan, frá um 900 til 1300 er miðaldahlýskeiðið. Íslendingar fluttu til Grænlands á miðaldahlýskeiðinu og stunduðu norrænan búskap með sauðfé og nautgripum. Þeir höfðu efni og tíma aflögu í skottúra til meginlands Ameríku.
Snemma á litlu ísöld, um 1450, dó síðasti norræni Grænlendingurinn. Rannsóknir á fornbeinum úr kirkjugörðum segja þá sögu að Íslendingarnir í Eystri- og Vestribyggð lifðu mest á selspiki og öðru sjávarfangi undir lokin, en ekki kvikfé eins og forfeður þeirra. Grænlandsgátan er hvað varð um þá norrænu. Ein tilgátan er að þeim hraus hugur að lifa eskimóalífi og hurfu á braut, unga fólkið fyrst. Síðustu gamlingjarnir báru beinin á víðavangi, enginn var eftir til að pota þeim niður.
Er leið á litlu ísöld varð tvísýnt um byggð á Íslandi. Eftir móðuharðindin á níunda tug 18. aldar var til umræðu að flytja landsmenn á Jótlandsheiðar. Fimmtungur þjóðarinnar, um tíu þúsund manns, hafði dáið úr hungri og vosbúð.
Í viðtengdri frétt segir:
Meðalhitastig jarðar mældist í fyrsta sinn á föstudaginn meira en tveimur stigum hærra en fyrir iðnbyltinguna.
Iðnbyltingin byrjaði raunar í Englandi á tíma móðuharðindanna, en ekki 1850 eins og segir í fréttinni. Það er bitamunur en ekki fjár. Sem betur fer er hlýrra í dag en á litlu ísöld. Fólk deyr úr kulda, ekki vegna hlýinda.
Síðustu tæpu 200 árin hefur hlýnað um eina gráðu á öld. Það er gott mál að við komumst úr kulda litlu ísaldar. Nákvæmar mælingar með gervihnöttum sl. 40 ársýna hlýnun upp á 0,1 C á áratug, sem gefur hlýnun um eina gráðu á öld. Ekki er það hamfarahlýnun heldur eðlileg þróun.
Meðalhiti jarðar er vafasamt hugtak en hann mun vera um 15 gráður. Enginn veit, og enginn þorir að segja, hvert kjörhitastig jarðarinnar er. Af því leiðir er ekki til neitt viðmið um ,,rétt" hitastig jarðkringlunnar. Í reynd er ekki eitt veðurkerfi á jörðinni og ekkert tilefni til að tala um ,,rétt" hitastig á hnattræna vísu. Fréttir og frásagnir um manngert veðurfar eru skáldskapur, eins og vikið var að í pistligærdagsins.
One Comment on “Hlýrra en á litlu ísöld? Gott mál”
Ekki nóg með að menn, eftir hentugleikum, „gleymi“ litlu ísöld, þá „gleyma“ þeir einnig að taka inn í reikninginn veðrafyrirbrigði eins og El Nino og La Nina.
Þá virðast hinir sjálfskipuðu sérfræðingar alls ekki þekkja til virkni sólar og áhrif afstöðu hennar til jarðar, sem er eflaust stærsti áhrifavaldur hitastigs á jörðinni.