Séra Friðrik fái þriggja ára friðhelgi

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Vegna ,,há­værr­ar op­in­berr­ar umræðu og gagn­rýni inn­an sam­fé­lags­ins í garð séra Friðriks" er tekin ákvörðun um að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Styttan á 70 ára sögu.

,,Háværa" umræðan er ekki nema þriggja vikna gömul. Tilfallandi gerði athugasemd 4. nóv. og sagði m.a.

Séra Friðrik á enga afkomendur er geta borið hönd fyrir höfuð hans. Tilfallandi hafði hvorki af honum að segja né kristilegum æskulýðssamtökum sem tengd eru nafni hans. Óvilhöllum blasir þó við að atlagan að minningu séra Friðriks byggir ekki á traustum grunni. 

Á þeim þrem vikum sem liðnar eru hafa ekki birst upplýsingar sem renna stoðum undir upphaflega slúðrið. Kannski koma þær upplýsingar fram en kannski ekki.

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ákvörðun hafi verið tekin um að styttan verði fjarlægð en ekki hvenær.

Í stað þess að hlaupa til og láta undan hávaða, þar sem fjöður varð að fimm hænum, væri ráð að staldra við.  

Tíminn mun leiða í ljós hvort innistæða sé fyrir hálfkveðnum vísum um að séra Friðrik hafi komið þannig fram við börn að óverjandi sé að minning hans sé heiðruð.

Borgarráð gæti gefið styttunni af séra Friðrik friðhelgi í þrjú ár. Komi fram upplýsingar er staðfesta að ekki sé ástæða til að heiðra minningu manns sem margir reyndu af góðu einu þá verði styttan fjarlægð. Ef ekki standi styttan kjur.

Kristilegt vopnahlé er við hæfi í þessu hávaðamáli.

Skildu eftir skilaboð