Múslímskir nemendur í dönskum grunnskóla: „ógnandi hegðun, virðingarleysi og árásargirni“

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, Skólamál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Í Munkevænget skóla i Kolding eru fjölmargir múslímskir nemendur sem hefur skapað heilt helvíti fyrir aðra nemendur og starfsmenn skólans. Nemendurnir hafa skapað eitrað andrúmsloft með drottnandi hegðun gagnvart öðrum nemendum og hótunum í garð starfsmanna.

Vandinn hefur aukist svo mikið að Vinnueftirlitið hefur gripið inn í til að tryggja vinnuumhverfi starfsmanna sem gætu meiðst, andlega og líkamlega. Þetta er ekki tilfallandi þróun. Þetta er afleiðing af svikum stjórnvalda. Greinina má lesa hér.

Það hefði átt að vera klárt fyrir löngu að svona hegðun sé ekki leyfð í dönsku skólakerfi sem byggist á hugsanafrelsi. En þeir sem bera ábyrgð hafa setið of lengi hjá. Vandinn hefur aukist svo mikið í skólanum að reynt verður að grípa inn í. En ástandið er algerlega komið út af sporinu.

Vinnueftirlitið hefur gert tvær ítarlegar skýrslur um aðbúnað í skólanum sem hefur fengið tilmæli um að laga aðstæður í skólanum. Dagblaðið Jyske Vestkysten fjallaði um ástandið sem er verulega slæmt. Það eru að sjálfsögðu aðrir nemendur sem sýna gagnrýniverða hegðun en mörgum sinnum í skýrslunum er bent á hegðun múslímskra barna sem afgerandi vanda.

Hótanir og vanvirðing

Dag hvern eru starfsmenn skólans vanvirtir og þeim hótað munnlega:

,,Ég drep þig.“ ,,Hóra.“ ,,Ég er með hníf í töskunni.“

Eldri nemendur skólans sýna ,,ógnandi hegðun, virðingarleysi, árásargirni og fara yfir persónulegu mörk“ stendur í skýrslunni samkvæmt JV.dk. Þetta getur beinlínis verið hættulegt fyrir kennara og annað starfsfólk. Það er hætta á ,,að venjulegt skólastarf breytist skyndilega með ofbeldi og stjórnleysi.“

Í skýrslunni er því lýst með dæmum segir í JV ,,þar sem starfsmenn verða fyrir sérstaklega móðgandi hegðun frá nemendum í 7.-9. bekk (8.-10. bekk á Íslandi).“ Nokkrum nemendum í þessum bekkjum er lýst af starfsmönnum sem ,,órólegir, gírugir, þrjóskir, árásargjarnir, háværir og sýna virðingarleysi.“

Starfsmenn upplifa daglega að farið sé yfir mörk þeirra af nemendum sem sýna þeim niðurlægjandi framkomu með yfirlæti og afskiptaleysi. Eðlilegar kröfur eða áminning að setja stól á réttan stað getur kallað fram ofbeldisfull og átakamikil viðbrögð nemenda. Breyting á hegðun getur farið á hraða ljóssins frá 0 upp í 100.

Munkevænget skólinn í Kolding.

Vilja ráða að aðrir borði ekki svínakjöt

Sumir múslímskir nemendur hafa tekið að sér eftirlitshlutverk sem skapar vanda milli nemendahópa. Múslimarnir hafa auga með hvort aðrir fylgi kröfum íslams. Þau spyrja nemendur sem hafa aðra trú gagnrýnna spurninga. Þetta er eins konar ,,haram“ lögregla segir stjórnandi skólans við JV.dk. Þessi ,, múslímska lögregla“ hefur auga með að múslímskir nemendur skólans borði ekki svínakjöt.

Þau halda líka auga með að aðrir fylgi reglunum um föstu múslíma, Ramadanen. Auk þess er fylgst með að börnin taki ekki þátt í jólahefðum og mæti ekki með álfahúfur þegar jólagleði skólans er. Um 82% nemendur skólans hafa bakgrunn innflytjenda og þjóðernin 42. Hluti þeirra hefur búið stuttan tíma í Danmörku.

Upplifunin er að á milli nemenda sé menningarstríð og hefndarmenning sem gerir það að verkum að átökin halda áfram og stigmagnast segir í skýrslu Vinnueftirlitsins.

Skólinn varaður við þessu

Skólinn var varaður við að þetta ástand gæti skapast en menn vildu ekki hlusta. Aðvörunin kom frá formanni skólanefndarinnar Mustafa Sayegh sem var múslími og á son í skólanum. Í dag hefur hann yfirgefið íslam og er formaður félags fyrrverandi múslíma.

Hann varaði við félagslegu taumhaldi múslíma á börnunum og bauðst til að vera ,,vondi kallinn“ til að stöðva það. En á þeim tíma þáðu menn það ekki. Hann hætti í skólanefndinni og sonur hans hættir í skólanum segir í JV.dk.

Vandamálin hafa aukist verulega og Vinnueftirlitið metur að það sé veruleg áhætta á að heilbrigði starfsmanna sé undir, andlegt og líkamlegt. Þess vegna ber skólanum að laga ástandið. Það er gott segir Mustafa Sayegh, en hann er vantrúaður á að ástandið lagist.

Danskir grunnskólar gjaldfelldir

Stjórnvöld hafa framlengt átak sem á að bæta grunnskólann. Settir verða 2.6 milljarða til að bæta aðstöðu í skólum landsins. Það er gott.

Vandinn er víðtækari. Fram að þessu hafa stjórnvöld bara umlað um þann vanda sem fylgir fjölgun tvítyngdra nemenda í skólunum. Menntamálaráðherra Tesfaye hefur rætt þann mikla vanda sem er hávaði og læti í kennslustofum. Hann hefur minnst á aukna fjarveru nemenda en sá hópur stækkar. Fram að þessu hefur bara verið talað og umlað. Í raun og veru gerist ekkert vegna vanda tvítyngdra nemenda í grunnskólanum.

Ekki er heldur talað opinskátt um þá faglegu þróun sem á sér stað í grunnskólanum sem fer versnandi. Sérstaklega á þetta við um nemendur með bakgrunn innflytjenda. Umræðan er heldur ekki tekin um hvernig megi koma í veg fyrir vanda af þessum toga í grunnskólanum sem svo síðar hellist yfir framhalds- og háskólanna. Vandamálin eru sýnileg, en það er ekki tekið á þeim af neinni alvöru.

Alvarleg ógn við samfélagið

Hér er viðvarandi vandi á ferð, hann er ekki tilfallandi afmörkuð ógn. Um mjög alvarlega menningarátök er að ræða sem smá saman getur eyðilagt samheldni danska samfélagsins. Hið hefðbundna danska menntakerfi er í hættu, gjaldfelldur skóli. Engin úrræði koma frá stjórnvöldum eða öðrum til að leysa málið. Þetta er ekki bara ,,tilfallandi skólavandamál.“ Hér er verið að tala um alvarlega ógn við samfélagið og grunngildi þess.

Vandamálin í Munkevænget skóla minnir á þann aukna vanda sem ríkir meðal tvítyngdra nemenda og múslímska samfélagsins í heild sinni.

Þegar loksins eitthvað verður gert er það of seint og haldlaust.

One Comment on “Múslímskir nemendur í dönskum grunnskóla: „ógnandi hegðun, virðingarleysi og árásargirni“”

  1. Þið sem styðjið þad ad þad se verið ad sprengja upp heilu borgirnar og myrða saklaust fólk í tugþúsunda tali. Mættuð hafa þad í huga þegar þið drullið svo yfir þetta sama fólk sem kemst lífs af og nær ad flýja stríð, margt stôrskemmt à sàlinni, buið ad missa allt sem þad àtti. Ef þið viljið ekki hafa palestínufolk/fjõlskyldur og annad fólk af arabískum uppruna ad „mergsjúga“ kerfið eins og þið mõrg ordið þad þa skuluð þið bara annadhvort drullast til ad skoða eigin sàl eitt augnablik eda fara í mótmælagõngur til að styðja við ad þetta folk fai ad lifa og dafna i sinum eigin heimalõndum þar sem þad vill helst af õllu vera!!!

Skildu eftir skilaboð