„Við þurfum að rífa moskurnar niður“

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

25. nóvember flutti leiðtogi Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, aðalræðuna á Landsfundi flokksins sem núna stendur yfir. Meðal annars sagði Åkesson að tafarlaust bæri að stöðva byggingu nýrra moska í landinu. Jafnframt sagði hann að það þyrfti að rífa moskur – til að berjast gegn íslamismanum. „Það eru engin réttindi að koma til landsins okkar og byggja minnisvarða um erlenda, heimsvaldasinnaða hugmyndafræði.”

Um helgina koma Svíþjóðardemókratar saman til Landsfundar 2023 í Västerås. Á laugardaginn var flokksforinginn á sviðinu og ræddi m.a. um stjórnarsamstarfið, við hverju kjósendur mega búast við og framtíðina. Jimmie Åkesson lofaði að kannað yrði, hver beri pólitíska ábyrgð á þeirri stefnu sem skaðað hefur landið. Hann sagði:

„Við munum ekki gleyma, við munum ekki fyrirgefa.”

Stöðva nýjar moskur – rífa eldri moskur

Ræðan fjallaði einnig um þann vaxandi íslamisma sem er að taka Svíþjóð kverkatökum. Leiðtogi Svíþjóðardemókrata lýsti margvíslegum vandamálum og einnig lausnum þeirra. Meðal annars vill hann veita leyfi til lögreglu og öryggislögreglu um að hlera ​​trúarsöfnuði.

„Íslamistarnir eru ekki lengur hnefafylli fólks í sumum úthverfum stórborganna. Þeir eru orðnir margir. Þeir eru alls staðar.”

Jimmie Åkesson krafðist þess, að bygging nýrra moska verði tafarlaust hætt og að moskur – þar sem andlýðræðislegum áróðri er dreift – verði rifnar.

„Við þurfum líka að rífa moskubyggingar, þar sem dreift er andlýðræðislegum, andsænskum og hómófóbískum hugmyndum eða gyðingahatri eða almennum rangfærslum um sænskt samfélag er dreift. Það er enginn réttur að koma til landsins okkar og reisa minnisvarða um erlenda, heimsvaldasinnaða hugmyndafræði.”

Tengsl íslamismans við jafnaðarmenn

Åkesson fullyrti, að íslamisminn hafi „tengst sterkum, gagnkvæmum hollustuböndum við jafnaðarmenn og vinstri hreyfinguna.“

Íslamistar í Hamas og aðrar andlýðræðislegar hreyfingar gyðingahaturs og íslamisma njóta opinbers stuðnings stærsta flokks Svíþjóðar. Magdalena Andersson mun aldrei geta orðið forsætisráðherra aftur nema með atkvæðum og stuðningi íslamista.”

Sjáðu má ræðuna í heild sinni hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð