Páll Vilhjálmsson skrifar:
Þingmaður Pírata Arndís Anna A.K. Gunnarsdóttir var handtekinn af lögreglu á skemmtistað. Að sögn Arndísar Önnu er ástæða handtökunnar að henni dvaldist á klósettinu.
Saklaus ferð á salernið leiðir til handtöku. Trúlegt? Nei. Dyraverðir fara tæplega inn á salerni þótt einhver sé þar lengur eða skemur. Ekki heldur kalla dyraverðir til lögreglu nema brýna nauðsyn beri til.
Þakkir Arndísar Önnu til lögreglu fyrir að veita henni leigubílaþjónustu, skutla henni heim eftir handtöku, eru skringilegar, svo ekki sé meira sagt. Nýtti þingmaðurinn sér stöðu sína sem þjóðkjörinn fulltrúi og fékk sérmeðferð? Það væri ekki í fyrsta sinn sem þessi þingmaður Pírata leikur tveim skjöldum.
Arndís Anna er lögmaður og aðgreinir ekki á milli lögmannsþjónustu og þingmennsku. Þingmaðurinn varð uppvís sl. vetur að veita íslenskt ríkisfang til skjólstæðinga sem hún hafði þjónustað sem lögmaður. Tilfallandi fjallaði um málið:
Einkahagsmunir lögfræðingsins eru að skapa verðmæti fyrir kaupendur þjónustu. Þingmaðurinn skaffar þau gæði. Þegar lögfræðingurinn og þingmaðurinn eru einn og sami einstaklingurinn, Arndís Anna, er á ferðinni spilling í sinni tærustu mynd.
Á salerni skemmtistaðar á föstudagsnótt sturtaði Arndís Anna niður þingmannsferlinum. Gott ef ekki líka þingflokki Pírata.
One Comment on “Leigubíll lögreglu fyrir Arndísi A.K. pírata”
Vann sem Dyravörður á mörhum helstu Skemtistöðum borgarinnar í hart nær 13 ár. ALDREI ALDREI Hef ég vitað til þess að Löggan handtaki fólk sem maður henti út nema það hafi þurft að gera með valdi. Sem sagt Hún hefur neitað að yfirgefa staðinn og fylgja fyrirmælum Dyravarða og þí hafa þeir beitt valdi til að fjatlæja hana af staðum sem hafi gegið illa og því lögregla kölluð til til að losna við hana. Oft hef ég hent út Mönnum og konum fyrir að rífa kjaft Enn aldrei ALDREI hringt á Lögguna vega þess, Heldur eingöngu ef fólk var með ógandi hefðun og klárlega ofur truflani fyrir Starfsfólk og gesti sem ég og samsterfs félagar hryngdum eftir aðstoð lögregglu svo það er eithvað stórbogið við þessa frásögn.
Svo er það Fíi leygubíllin. ALLA jafna hendir löggan þér út af stöðinni þar sem þú verður að koma þér hím sjál/ur og veit mý mörg þæmi þess til stuðing meira að segja Persónulega sjálfur.